Þórólfur Ingvarsson (Birtingarholti)

From Heimaslóð
Revision as of 11:39, 11 October 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Þórólfur Ingvarsson (Birtingarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Þórólfur Ingvarsson.

Þórólfur Ingvarsson frá Birtingarholti, rennismiður, vélstjóri fæddist þar 16. apríl 1944 og lést 20. júlí 2015 á Akureyri.
Foreldrar hans voru Ingvar Þórólfsson frá Gerðakoti í Flóa, útgerðarmaður, húsasmiður, f. 27. mars 1896 að Króki þar, d. 13. apríl 1975, og kona hans Þórunn Friðriksdóttir frá Rauðhálsi í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 28. apríl 1901, d. 13. júní 1972.

Börn Þórunnar og Ingvars:
1. Þórhildur Ingvarsdóttir húsfreyja í Mýrdal, f. 25. nóvember 1922, d. 8. ágúst 2000.
2. Þórunn Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1923 í Birtingarholti, d. 6. október 2013.
3. Friðrik Ingvarsson í Bandaríkjunum, f. 2. apríl 1926, d. 17. janúar 2004.
4. Hulda Ingvarsdóttir Berndsen húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1927, d. 28. apríl 2000.
5. Vigfús Ingvarsson, f. 1. nóvember 1928.
6. Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir, f. 12. október 1932 í Birtingarholti, d. 29. janúar 2014.
7. Hafdís Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1935 í Birtingarholti, d. 26. janúar 1997.
8. Ingi Ingvarsson, f. 22. apríl 1937 í Birtingarholti, d. 14. ágúst 2018.
9. Jóna Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1939 í Birtingarholti.
10. Þórólfur Ingvarsson sjómaður á Akureyri, f. 16. apríl 1944 í Birtingarholti, d. 20. júlí 2015.

Þórólfur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélvirkjun í Magna, nam síðar vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Hann flutti til Akureyrar um tvítugt og vann hjá Vélsmiðjunni Atla. Lengstan hluta starfsævi sinnar var hann til sjós en starfaði inn á milli hjá Slippnum á Akureyri. Þórólfur hætti á sjó 65 ára gamall og hóf þá aftur störf í Slippnum. Hann lauk starfsævi sinni hjá Áveitunni á Akureyri, þar sem hann starfaði þar til hann veiktist í desember 2014.
Hann söng lengi með Karlakór Akureyrar. Þau Jónheiður Pálmey giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast í Skuggagili 6.
Þórólfur lést 2015.

I. Kona Þórólfs, (19. október 1963), er Jónheiður Pálmey Þorsteinsdóttir frá Akureyri. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gunnlaugur Halldórsson sjómaður, f. 24. febrúar 1886, d. 19. febrúar 1972, og kona hans Rannveig Jónsdóttir frá Hólum í Öxnadal, húsfreyja, f. 13. nóvember 1902 á Engimýri þar, d. 15. febrúar 1994.
Börn þeirra:
1. Ingunn Þórólfsdóttir, f. 19. maí 1963. Barnsfeður hennar Halldór Fannar Ellertsson og Börkur Ragnarsson.
2. Anna Júlíana Þórólfsdóttir, f. 8. maí 1966. Maður hennar Gunnar Rúnar Guðnason.
3. Elva Eir Þórólfsdóttir. Maður hennar Björn Gestsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.