Þráinn Sigurðsson (Þingeyri)

From Heimaslóð
Revision as of 21:58, 15 November 2017 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Þráinn Sigurðsson (Þingeyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Þráinn Sigurðsson.

Þráinn Sigurðsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 9. ágúst 1946 á Þingeyri og lést 20. júlí 2017 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Sigurður Ó. Sigurjónsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 24. janúar 1912, d. 16. júni 1981, og kona hans Jóhanna Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915, d. 7. október 2000.

Börn Sigurðar Óla og Jóhönnu:
1. Þóra Sigurðardóttir húsfreyja, starfsmaður hjá tannlækni, f. 20. apríl 1935 á Skjaldbreið.
2. Kristín Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 8. mars 1937 í Varmadal.
3. Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, starfsmaður í eldhúsi, f. 2. mars 1942 á Auðsstöðum.
4. Þráinn Sigurðsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. ágúst 1946 á Þingeyri, d. 20. júlí 2017.
5. Sigurjón Sigurðsson verkamaður, f. 3. september 1952 á Þingeyri.

Þráinn ólst upp með foreldrum sínum, hóf sjómennsku 14 ára, tók hið minna fiskimannapróf.
Hann var skipstjóri og útgerðarmaður, var stýrimaður á mb. Sjöstjörnunni VE-92, er hún fórst 1990 og einn sjómaður fórst. Hann lenti í slæmu sjóslysi á Andvara VE-100, er toghleri slóst í hann, og bar hann merki þess með helti.
Þráinn kvæntist Ingunni Elínu 1966. Þau bjuggu í fyrstu á Þingeyri, en síðan á Höfðavegi 31. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þráinn lést 2017.

Kona Þráins, (1966, skildu), var Ingunn Elín Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1949.
Börn þeirra:
1. Sigurður Frans Þráinsson, f. 1. júlí 1966.
2. Hallgrímur Þráinsson, f. 25. júlí 1967.
3. Jóhann Helgi Þráinsson, f. 22. febrúar 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.