Anna Bjarnadóttir (húsfreyja)

From Heimaslóð
Revision as of 15:35, 22 October 2021 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Málfríður Anna Bjarnadóttir.

Málfríður Anna Bjarnadóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona fæddist þar 15. janúar 1923 og lést 28. maí 2002 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Bjarni Guðmundsson bóndi á Miðmói, síðan verkamaður á Siglufirði, f. 9. febrúar 1877, d. 23. júní 1931, og kona hans Sigurveig Margrét Gottskálksdóttir frá Hring í Fljótum í Skagafirði, húsfreyja, f. 30. ágúst 1881, d. 8. mars 1938.

Anna missti föður sinn, er hún var á áttunda árinu og móður sína, er hún var 15 ára.
Hún var fiskverkakona.
Anna eignaðist tvö börn með Björgvini Helga, 1942 og 1943.
Þau Ingvald Olaf giftu sig 1945, eignuðust þrjú börn og Ingvald fóstraði börn Önnu frá fyrra sambandi hennar. Þau fluttu til Eyja 1952, bjuggu í fyrstu á Vesturvegi 29, þá á Hásteinsvegi 7, á Hótel H.B., á Landamótum, í Helgafelli við Kirkjuveg 21 (Brynjólfsbúð), á Strembugötu 23, í Görðum við Vestmannabraut 32 til Goss.
Þau keyptu Vegg eftir Gos, bjuggu þar uns þau fluttust til Keflavíkur 1982 og bjuggu þar til 1985, er þau komu aftur og Ingvald varð húsvörður í Vinnslustöðinni og þar bjuggu þau til 1994.
Anna flutti að Hraunbúðum og lést 2002 og Ingvald Olaf lést 2012 í Heilbrigðisstofnuninni.

I. Barnsfaðir Málfríðar Önnu að tveim börnum var Björgvin Helgi Guðmundsson sjómaður, f. 24. apríl 1917 í Breiðagerði í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, d. 12. ágúst 2005. Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson sjómaður, f. 4. september 1888 í Fjósakoti í Hvalsnessókn, d. 16. nóvember 1942 og kona hans Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1893 í Sólheimahjáleigu í Mýrdal, d. 31. ágúst 1973.
Börn þeirra:
1. Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja, þerna, þjónn, býr í Innri-Njarðvík, f. 23. júní 1942 á Hlíðarvegi 21 á Siglufirði.
2. Sigríður Ragna Björgvinsdóttir sjúklingur, öryrki, býr á Litlu-Grund í Reykjavík, f. 6. október 1943 á Siglufirði, ógift.

II. Maður Málfríðar Önnu, (27. desember 1945), var Ingvald Olaf Andersen frá Siglufirði, matsveinn, f. 7. maí 1923 á Siglufirði, d. 30. júní 2012 í Eyjum.
Börn þeirra:
3. Kristinn Ævar Andersen sjómaður í Eyjum, f. 10. júní 1947 á Túngötu 31B á Siglufirði. Fyrrum kona hans Pálína Úranusdóttir. Kona hans Aldís Atladóttir.
4. Sigurveig Margrét Andersen húsfreyja, f. 9. október 1951 á Túngötu 31B á Siglufirði . Fyrrum maður hennar Rúnar Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Ólafsson. Maður hennar Óli Ágúst Ólafsson.
5. Ólafur Sölvi Bjarni Andersen vélstjóri, býr í Kópavogi, f. 28. nóvember 1958 á Landamótum. Kona hans Svala Dögg Þorvaldsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.