Bergþóra Jónsdóttir (Reykjum)

From Heimaslóð
Revision as of 18:07, 2 September 2020 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja á Reykjum fæddist 10. október 1894 í Syðra-Bakkakoti u. Eyjafjöllum og lést 20. desember 1989.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi, bókbindari, f. 28. júlí 1867, d. 21. ágúst 1916, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1868, d. 13. febrúar 1955.

Börn Jóns og Jóhönnu voru:
1. Einar Jónsson símaverkstjóri, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1892, d. 9. apríl 1994.
2. Steinunn Jónsdóttir, f. 21. september 1893, d. 27. september 1893.
3. Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja á Reykjum, f. 10. október 1894, d. 20. desember 1989.
4. Magnús Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður á Arnarfelli, f. 16. febrúar 1897, d. 8. ágúst 1927.
5. Sigurjón Jónsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 5. mars 1898, d. 1. nóvember 1981.
6. Guðjón Jónsson skipstjóri í Hlíðardal, f. 15. desember 1899, d. 8. júlí 1966.
7. Guðni Jónsson vélstjóri, formaður, síðar í Keflavík, f. 3. janúar 1906, d. 18. október 1957.
8. Steindór Jónsson bifreiðastjóri, síðar í Reykjavík, f. 24. september 1908, d. 16. febrúar 2010.
9. Guðmundur Einar Jónsson bifreiðastjóri, f. 16. desember 1912, síðast á Skólavegi 25, d. 24. apríl 1950.

Bergþóra var með foreldrum sínum í æsku, með þeim 1901 og 1910.
Þau Guðjón giftu sig 1917, eignuðust Jón Óskar í Steinum, fengu ábúð á Rimhúsum 1917 og fluttust þangað á því ári. Þar fæddist Guðmundur.
Þau fluttust til Eyja 1920, bjuggu á Eystri-Gjábakka 1920 og 1921. Þar fæddist Þórhallur Ármann 1921, en þau misstu hann þriggja mánaða gamlan. Þau voru í Ásbyrgi 1922 við fæðingu Jóhönnu og þar fæddist Guðbjörn 1924.
Þau byggðu Reyki 1924 voru komin þangað í árslok 1924 og bjuggu þar síðan.
Bergþóra ól 10 börn. Þau Guðjón misstu eitt barn þriggja mánaða og annað 8 ára.
Guðjón lést 1967, en Bergþóra lést á Sjúkrahúsinu 1989.

Maður Bergþóru, (8. júní 1917), var Guðjón Jónsson skipstjóri, verkamaður, slátrari á Reykjum, f. 10. febrúar 1892 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 14. maí 1967.
Börn þeirra:
1. Jón Óskar Guðjónsson, f. 26. júní 1917 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 25. apríl 1940 ú berklum.
2. Guðmundur Guðjónsson rekstrarstjóri í Kópavogi, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008. Kona hans Ása Gissurardóttir.
3. Þórhallur Ármann Guðjónsson, f. 8. febrúar 1921 á Eystri-Gjábakka, d. 14. maí 1921.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júní 1922 í Ásbyrgi, d. 26. júní 2017.
5. Guðbjörn Guðjónsson vélvirkjameistari, f. 14. apríl 1924 í Ásbyrgi, d. 24. apríl 2012.
6. Þorleifur Guðjónsson skipstjóri, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
7. Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929 á Reykjum.
8. Þórhallur Ármann Guðjónsson verkstjóri, f. 27. október 1931 á Reykjum.
9. Lilja Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1933 á Reykjum, d. 3. janúar 1941.
10. Haukur Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1938 á Reykjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 29 og 30. desember 1989. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sagnagestur – þættir og þjóðsögur – I. Þórður Tómasson. Ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1953.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.