Bryndís Gunnarsdóttir (Vallartúni)

From Heimaslóð
Revision as of 10:53, 5 September 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Bryndís Gunnarsdóttir.

Bryndís Gunnarsdóttir kennari fæddist 15. janúar 1939 í Vallartúni við Austurveg.
Foreldrar hennar voru Gunnar Jónas Þórðarson sjómaður, útgerðarmaður, bóndi, f. 20. maí 1914 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, d. 14. júní 1950, og kona hans Lilja Finnbogadóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 15. febrúar 1920, d. 1. maí 1959.

Börn Lilju og fyrri manns hennar:
1. Bryndís Gunnarsdóttir kennari, f. 15. janúar 1939. Maður hennar Sigurður Jónsson.
2. Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir, f. 10. september 1940. Maður hennar Stefán H. Jónasson.

Börn Lilju og Emils:
3. Gunnhildur Björg Emilsdóttir, f. 1. nóvember 1952. Maður hennar Jakob Fenger, látinn.
4. Ásdís Lilja Emilsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 5. ágúst 1956. Maður hennar Kristján Ingi Einarsson.

Bryndís missti föður sinn er hún var 11 ára.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1955, handavinnukennaraprófi 1969, kennaraprófi 1973. Hún varð stúdent í K.Í. 1974, hefur setið ýmis námskeið, m.a. í ensku í Brighton á Englandi 1971, Dramatik í Reykjavík 1973 og 1974, hannyrðir í Bash á Englandi 1975. Hún varð M.A. í kennslufræði 2001.
Hún var kennari í Breiðagerðisskóla 1969-1974, kennari í Æfinga- og tilraunaskóla K.H.Í. 1975-1977, æfingakennari frá 1977-2001, stundaði smábarnakennslu í Vesturbæjarskóla 2000-2006.
Hún vann tvö sumur á barnaheimili að Egilsá í Skagaf., vann frá 1968-1998 við brúðuleikhúsið Leikbrúðuland. Hún var gjaldkeri Dramatik-félagsins 1974-1976, sat í kennararáði K.H. Í. 1977-1978.
Rit og myndbönd:
Lestrarbækur (smábækur):
1. Dúbbi (f. 6 ára börn).
2. Dúbbi dúfa (fyrir 7 ára börn).
3. Dúbbi verður stór (fyrir 8 ára börn).
4.-5. Mábbi (fyrir 6-7 ára börn).
6. Pysja.
7. Pæja.
8. Múkki.
9. Sirrý í Vigur.
10. Putalestin.
Myndbönd:
1. Um Dúbba.
2. Gunna á Hóli. Myndband gert fyrir Þjóðminjasafnið.
3. Stafrófskver, heitir Í Stafaleik.
4. Myndband, sem heitir Egill.
5. Samkeppni á vegum Þjóðminjasafnsins. Bryndís fékk 1. verðlaun. Verkið heitir Nýir búningar á jólasveinana.
Þau Borgar giftu sig 1959, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Sigurður giftu sig 1978, eignuðust ekki börn saman.

I. Maður Bryndísar, (15. janúar 1959, skildu 1969), er Sigurjón Borgar Garðarsson leikari, f. 25. október 1938. Foreldrar hans voru Garðar Jónsson þjónn, f. 22. janúar 1915, d. 22. júní 1972, og kona hans Hulda Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1917, d. 30. ágúst 1999.
Barn þeirra:
1. Gunnar Bogi Borgarsson arkitekt, f. 18. mars 1958 í Svíþjóð. Kona hans Ína Salóme Hallgrímsdóttir.

II. Maður Bryndísar, (25. ágúst 1978), er Sigurður Jónsson íslenskufræðingur, dr. fil., f. 30. apríl 1949. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson bóndi á Arnarvatni í Mývatnssveit, starfsmaður Kísilverksmiðjunnar, f. 17. maí 1920, d. 16. febrúar 1996, og Þóra Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1920, d. 9. september 2001.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bryndís.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.