Fjóla Sigmundsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 21:35, 22 August 2019 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Fjóla Sigmundsdóttir frá Vinaminni, húsfreyja í Reykjavík, f. 19. september 1915 á Hlíðarenda, d. 12. júlí 1987.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson trésmiður, sjómaður, vélstjóri, f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði, d. 4. október 1930, og sambýliskona hans Sólbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg., d. 7. október 1965 í Reykjavík.

Börn Sigmundar og hálfsystkin Fjólu:
1. Ólafur Emil Sigmundsson sjómaður í Reykjavík, síðar á Dalvík, f. 20. desember 1899 á Seyðisfirði, d. 30. nóvember 1941. Hann var tökubarn í Garðhúsum 1910.
2. Adólf Sigmundsson, f. 27. janúar 1901, d. 2. febrúar 1903.
3. Guðmundur Sigmundsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 7. júlí 1902, d. 16. október 1955, ókv.
4. Anna Sigmundsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, síðar í Reykjavík, f. 30. janúar 1905 á Nesi í Norðfirði, d. 27. ágúst 1971.

Börn Sólbjargar og Sigmundar:
1. Undína Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. júní 1912 á Sælundi, d. 19. maí 1981.
2. Ríkarður Sigmundsson rafvirkjameistari, kaupmaður í Reykjavík, f. 7. janúar 1914 í Lambhaga, d. 28. desember 1995.
3. Fjóla Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. september 1915 á Hlíðarenda, d. 12. júlí 1987.
4. Svanhvít Ingibjörg Sigmundsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 26. september 1917 í Vinaminni, d. 30. apríl 1981.
5. Oddný Friðrikka Sigmundsdóttir verslunarmaður, verkakona í Reykjavík, f. 9. janúar 1920 í Vinaminni, d. 18. febrúar 2010.
6. Hrefna Sigmundsdóttir, f. 21. febrúar 1922 í Vinaminni, d. 16. apríl 2013.
7. Stúlka, f. 11. apríl 1924, d. 28. apríl 1924.
8. Guðjón Sigmundsson sjómaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 16. janúar 1926 í Vinaminni, d. 13. ágúst 1979.
9. Hörður Sigmundsson matsveinn í Reykjavík, f. 8. desember 1928 í Vinaminni, d. 19. nóvember 1974.

Fjóla var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Vinaminni, en faðir hennar lést er hún var fimmtán ára. Hún var með móður sinni og flestum systkinum á Njarðarstíg 8 1930, en flutti úr Eyjum 1935.
Þau Svavar giftu sig 1935, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Svavar lést 1962 og Fjóla 1987.

I. Maður Fjólu, (1935), var Svavar Kristinn Marteinsson frá Hólum í Norðfirði, skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 28. janúar 1908, d. 11. apríl 1962. Foreldrar hans voru Marteinn Sigfússon bóndi í Hólum og síðar á Efri-Skálateigi, f. 30. janúar 1881 í Hellisfjarðarseli, d. 13. ágúst 1956, og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir frá Alviðru í Ölfusi, húsfreyja, f. 30. júlí 1877, d. 14. október 1953.
Börn þeirra:
1. Hilmar Svavarsson rafeindavirki hjá Pósti og síma, f. 22. mars 1939. Kona hans Aldís Guðmundsdóttir.
2. Garðar Svavarsson verslunarstjóri, eigandi Ræstivara í Reykjavík, f. 5. júlí 1947. Kona Bryndís Ragnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.