Friðrik Jónsson (yngri) (Látrum)

From Heimaslóð
Revision as of 13:35, 8 March 2023 by Viglundur (talk | contribs)
Jump to navigation Jump to search
Friðrik Jónsson.

Friðrik Jónsson yngri frá Látrum við Vestmannabraut 44, sjómaður, farmaður, starfsmaður í álveri fæddist þar 18. september 1939.
Foreldrar hans voru Jón Ísak Sigurðsson hafnsögumaður, bæjarfulltrúi, heiðursborgari, f. 7. nóvember 1911 í Merkisteini við Heimagötu 9, d. 28. júní 2000, og kona hans Klara Friðriksdóttir frá Látrum, húsfreyja, f. 26. september 1916, d. 30. desember 2008.

Börn Klöru og Jóns Ísaks:
1. Friðrik Jónsson sjómaður, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík, f. 18. september 1939.
2. Svava Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, bókhaldari, endurskoðandi, f. 30. september 1942.
3. Guðjón Þórarinn Jónsson rafvirki, f. 29. júní 1949.
4. Ragnar Jónsson læknir, f. 14. október 1952.

Friðrik var með foreldrum sínum.
Hann lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1955, farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1962.
Friðrik vann hjá Eimskipafélagi Íslands 1966-1969, síðan hjá Íslenska Álfélaginu í 38 ár.
Þau Jakobína giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn. Þau hafa búið á Seltjarnarnesi, í Reykjavík og Kópavogi.

I. Kona Friðriks, (7. desember 1962), er Jakobína Sigurveig Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1937. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhann Jónsson sjómaður, verkstjóri, f. 31. janúar 1913, d. 22. ágúst 1988, og kona hans Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. apríl 1914, d. 4. september 1989.
Börn þeirra:
1. Jón Hilmar Friðriksson barnalæknir, f. 27. ágúst 1962. Kona hans Ingibjörg Dómhildur Ólafsdóttir.
2. Úlfar Örn Friðriksson viðskiptafræðingur, endurskoðandi, f. 13. júní 1964. Kona hans Elín Thorarensen.
3. Bjarni Ólafur Friðriksson tónlistarmaður, f. 22. september 1967, d. 5. janúar 1995.
4. Klara Katrín Friðriksdóttir bókasafnsfræðingur, skjalavörður, f. 16. október 1972. Maður hennar Helgi Bjarnason.Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Friðrik.
  • Íslendingabók.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.