Guðbjörg Magnúsdóttir (Hlíðarási)

From Heimaslóð
Revision as of 10:49, 14 February 2018 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Hlíðarási fæddist 30. júní 1872 að Hofsstöðum í Garðahreppi (nú Garðabæ) og lést 14. desember 1940.
Faðir hennar var Magnús bóndi í Nesjakoti í Grafningi, en á Hofsstöðum 1860, f. 5. ágúst 1808, d. 25. ágúst 1878, Þorleifsson bónda á Nesjum í Grafningi 1801, síðar á Nesjavöllum þar, f. 1770, d. 8. janúar 1836, Guðmundssonar, og konu Guðmundar, Eydísar húsfreyju í Norðurkoti í Grímsnesi, f. um 1730, d. 1773, brann inni í bæjarbrunanum þar með 4 öðrum, Grímsdóttur.
Móðir Magnúsar á Hofsstöðum og kona Þorleifs á Nesjum var Guðrún húsfreyja á Nesjum 1801, f. um 1765, Margrétardóttir.

Móðir Guðbjargar og kona Magnúsar á Hofsstöðum var Signý vinnukona á Hraunsholti í Garðasókn 1860, húsfreyja á Hofsstöðum 1870, f. 25. september 1840, d. 30. desember 1907, Jónsdóttir bónda á Hraunsholti 1845, f. 1800, d. 18. desember 1848, Eysteinssonar og konu Jóns á Hraunsholti, Valgerðar húsfreyju, f. 1805 í Hafliðakoti í Hraunshverfi í Stokkseyrarsókn, d. 5. júní 1856, Jónsdóttur bónda í Hafliðakoti, f. 11. mars 1779, d. 28. apríl 1814, Ólafssonar, og konu Jóns Ólafssonar í Hafliðakoti, Katrínar húsfreyju, f. 1769 á Kúfhóli í A-Landeyjum, d. 19. júlí 1842, Ólafsdóttur.

Guðbjörg var hjá ekkjunni móður sinni á Hofsstöðum 1890, 18 ára. Hún var gift kona á Kirkjubæ 1901 og húsfreyja í Hlíðarási með Magnúsi og tveim börnum sínum 1910 og 1920.

Maður Guðbjargar var Magnús Guðmundsson í Hlíðarási, f. 1. ágúst 1867, d. 2. ágúst 1949.

Börn Guðbjargar og Magnúsar:
1. Guðbergur, fæddur 29. júní 1901, dáinn 1. júlí 1963.
2. Signý, fædd 20. júní 1910, dáin 11. janúar 1965.
3. Vilhjálmur, dó 2ja ára.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.