Guðjón Jósefsson (Fagurlyst)

From Heimaslóð
Revision as of 14:42, 10 December 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Guðjón Jósefsson (Fagurlyst)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Guðjón Jósefsson í Fagurlyst verslunarmaður, útgerðarmaður, fiskimatsmaður fæddist 1. ágúst 1875 í Fagurlyst og lést 21. júní 1923.
Foreldrar hans voru Jósef Valdason, f. 6. maí 1848, drukknaði 12. janúar 1887, og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja í Fagurlyst, f. 10. janúar 1844, d. 14. október 1919.

Börn Guðrúnar og Jósefs:
1. Guðjón Jósefsson útgerðarmaður og fiskimatsmaður, f. 1. ágúst 1875, d. 21. júní 1923.
2. Gísli Jósefsson, f. 30. október 1878. Hann fór til Vesturheims 1902.
3. Jóhann Þorkell Jósefsson þingmaður og ráðherra, f. 7. júní 1886, d. 15. maí 1961.

Guðjón var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans drukknaði, er Guðjón var á 12. árinu. Hann ólst upp með móður sinni og síðan henni og Magnúsi Guðlaugssyni, síðari manni hennar, en Magnús drukknaði 1901.
Guðjón var starfsmaður Brydeverslunar í Eyjum 1910, útgerðarmaður og fiskimatsmaður 1920.
Hann átti gildan þátt í leikstarfsemi í Eyjum, var m.a. í stjórn Leikfélagsins um skeið. Hann var ókvæntur húsbóndi í Kirkjuvogi í Höfnum, Gullbr.s. 1901 og 1902 með bústýrunni Kristínu Einarsdóttur. Þau eignuðust eitt barn.
Guðjón fór frá Höfnum til Eyja 1903.
Þau Guðrún giftu sig 1918, bjuggu í Fagurlyst 1920, áttu ekki barn saman.
Guðjón lést 1923 og Guðrún 1972.

I. Unnusta og bústýra Guðjóns var Kristín Einarsdóttir í Vesturbæ í Höfnum, bústýra Guðjóns í Kirkjuvogi þar 1901 og 1902, síðar húsfreyja á Ísafirði, f. 27. júní 1882, d. 5. janúar 1915. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson bóndi í Kirkjuvogi, f. 10. janúar 1840, d. 7. febrúar 1920, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1841, d. 9. október 1918.
Barn þeirra:
1. Jósep Guðjónsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 6. júlí 1900 í Vesturbæ í Höfnum, d. 15. janúar 1952. Hann var tökubarn hjá móðurforeldrum sínu í Kirkjuvogi 1910, leigjandi á Kirkjustræti 8 í Reykjavík 1920, en síðast á Hringbraut 45 í Reykjavík.

II. Kona Guðjóns, (29. desember 1918), var Guðrún Árnadóttir frá Hurðarbaki í Flóa, húsfreyja, f. 19. september 1888, d. 28. september 1972.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.