Guðlaug Helgadóttir (Heiðarbýli)

From Heimaslóð
Revision as of 12:16, 29 January 2019 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Guðlaug Helgadóttir (Heiðarbýli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Guðlaug Helgadóttir frá Heiðarbýli, Brekastíg 6, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 9. nóvember 1913 og lést 8. febrúar 1987.
Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937, og kona hans Einarína Eyrún Helgadóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. maí 1891, d. 31. maí 1980.

Börn Eyrúnar og Helga voru:
1. Guðmundur Helgason húsgagnasmíðameistari, umsjónarmaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1911, d. 13. febrúar 1999.
2. Guðlaug Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988.
3. Sigdór Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 18. janúar 1917, d. 30. mars 2012.
4. Ingi Ragnar Helgason lögfræðingur, varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, forstjóri m.m., f. 29. júlí 1924 í Ásnesi, d. 10. mars 2000.
5. Fjóla Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. júlí 2015.
6. Hulda Helgadóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. maí 1995.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1920, bjó með þeim í Birtingarholti, Ásnesi og Heiðarbýli og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1930, bjó með þeim þá á Klapparstíg 42.
Þau Ragnar giftur sig 1934, eignuðust tvö börn.

Maður Guðlaugar, (16. júní 1934), var Ragnar Elíasson frá Mosfelli í Mosfellssveit, sjómaður, afgreiðslumaður, f. 1. nóvember 1909, d. 13. október 1991. Foreldrar hans voru Elías Jóhannsson verkamaður, f. 3. október 1884, d. 9. júlí 1968, og Jóhanna Kristjana Bjarnadóttir, f. 13. október 1887, d. 13. september 1946.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Ragnarsdóttir húsfreyja í Bridgewater í Nova Scotia, Kanada, f. 5. janúar 1932. Maður hennar er Árni S. Jónsson.
2. Guðlaug Ragnarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari í Stokkhólmi og Reykjavík, f. 11. maí 1940, d. 18. ágúst 1999. Maður hennar, (skildu), var Ásgeir H. Ellertsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 25. október 1991. Minning Ragnars Elíassonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.