Halla Gísladóttir (Hlíðarási)

From Heimaslóð
Revision as of 17:14, 27 March 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Halla Gísladóttir.

Guðbjörg Halla Gísladóttir frá Hlíðarási við Faxastíg 3, húsfreyja fæddist þar 5. ágúst 1922 og lést 13. febrúar 2005.
Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 11. ágúst 1876 í Skagafirði, d. 2. júlí 1956, og kona hans Halla Árnadóttir húsfeyja, f. 19. júlí 1886 u. Eyjafjöllum, d. 13. mars 1962.

Halla var eina barn foreldra sinna, var með þeim í Hlíðarási við Faxastíg 3, í Arnarnesi við Brekastíg 36 1927 og 1949.
Hún vann skrifstofustörf í Eyjum, flutti til Reykjavíkur 1950, vann þar lengst við gangavörslu í Réttarholtsskóla.
Þau Baldur giftu sig 1950, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast í Hólmgarði 45.
Halla lést 2005 og Baldur 2012.

I. Maður Höllu, (31. desember 1950), var Jón Baldur Skarphéðinsson frá Hróastað í Öxarfjarðarhreppi í Öxarfirði, rafvirkjameistari, umsjónarmaður, f. 9. október 1915, d. 12. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Sigvaldason bóndi, f. 4. apríl 1876 í Hafrafellstungu í Skinnastaðarsókn í N. -Þing., d. 15. júlí 1970, og kona hans Gerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1882 í Skútustaðasókn í Mývatnssveit, d. 12. júní 1973.
Börn þeirra:
1. Halla Björg Baldursdóttir, f. 29. september 1953. Maður hennar Magnús Páll Albertsson.
2. Gísli Baldursson, f. 13. nóvember 1960. Kona hans Ragnheiður Sigurgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.