Halldór Ingi Guðmundsson

From Heimaslóð
Revision as of 15:41, 22 July 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Halldór Ingi Guðmundsson.

Halldór Ingi Guðmundsson rafvirkjameistari, kaupmaður, fæddist 14. október 1946 í Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristján Hákonarson sjómaður, húsasmiður, f. 20. september 1915 í Merkinesi í Höfnum, Gull., d. 4. febrúar 2006, og kona hans Halldóra Kristín Björnsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1922 í Víðidal, d. 13. október 2021 í Hraunbúðum.

Börn Halldóru og Guðmundar:
1. Björn Bjarnar Guðmundsson, f. 11. nóvember 1941 á Kirkjuvegi 88, d. 11. október 2015. Fyrrum kona hans Þórey Þórarinsdóttir, fyrrum kona hans Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir. Kona hans Erna Guðmundsdóttir.
2. Halldór Ingi Guðmundsson, f. 14. október 1946 á Kirkjuvegi 88. Kona hans Anna Þóra Einarsdóttir.
3. Guðmundur Guðmundsson, f. 12. október 1950 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Sigríður Stefánsdóttir.
4. Ólafur Guðmundsson, f. 27. janúar 1952 á Kirkjuvegi 88. Kona hans Valgerður Karlsdóttir.
5. Eygló Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1956 að Kirkjuvegi 88. Maður hennar Þór Kristjánsson.
6. Bjarni Ólafur Guðmundsson, f. 10. febrúar 1963 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Guðrún Marý Ólafsdóttir.
7. Þröstur Guðmundsson, f. 17. janúar 1965 á Kirkjuvegi 88.

Halldór Ingi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærð rafvirkjun, lauk sveinsprófi 1968. Meistari var Bogi Jóhannsson. Halldór fékk síðar meistararéttindi.
Þau Anna stofnuðu raftækjaverslunina Kjarna með Bjarna Sighvatssyni og ráku frá 1974, en seldu hana 1983.
Þau fluttu til Selfoss 1983. Þar rak Halldór bókhaldsstofu, þá vann hann hjá innflutningsfyrirtækinu Innnes í Hafnarfirði í 20 ár og fluttist daglega frá Selfossi þangað og heim. Síðan vann hann hjá raftækjadeild Kaupfélags Árnesinga.
Þau Anna Þóra giftu sig 1974, eignuðust 3 börn. Þau bjuggu í Sólheimatungu við Brekastíg 14 um eins árs skeið, þá á Ásbrún við Hásteinsveg 4, síðan í Lambhaga á Selfossi.

I. Kona Halldórs Inga, (1. júní 1974), er Anna Þóra Einarsdóttir sérkennari, f. 3. desember 1948 í Ey í V.-Landeyjum.
Börn þeirra:
1. Helgi Kristinn Halldórsson viðskiptafræðingur, matsveinn. Hann er auglýsingastjóri, f. 1. apríl 1975. Kona hans er Lóa Björk Jóelsdóttir.
2. Guðmundur Einar Halldórsson leiðsögumaður, bílaförðunarfræðingur, f. 7. ágúst 1979. Sambúðarkona hans er Selma W. Friðriksdóttir.
3. Kristín Hrefna Halldórsdóttir stjórnmálafræðingur, MBA, teymisstjóri, f. 16. júlí 1984. Fyrrum maður hennar Borgar Þór Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna og Halldór.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.