Hrefna Jónsdóttir (listaverkasali)

From Heimaslóð
Revision as of 17:22, 25 July 2019 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Hrefna Jónsdóttir.

Hrefna Jónsdóttir listaverksali í Bandaríkjunum fæddist 9. maí 1941 á Stað og lést 9. janúar 2018 í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson vélstjóri f. 20. júlí 1909 á Steig í Mýrdal, d. 30. september 1962, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1915 í Leyningi í Siglufirði, síðast í Reykjavík, d. 14. desember 1997.

Hrefna var með foreldrum sínum í æsku, á Stað og Hásteinsvegi 50. Hún lauk gagnfræðaprófi 1959 og prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1960.
Hrefna fluttist til Bandaríkjanna, var barnfóstra í New York, en 1978 fluttist hún til Lambertville í New Jersey og stofnaði innrömmunarfyrirtæki og varð listhöndlari, stofnaði fyrirtækið Hrefna Jonsdottir Gallery og rak það fyrirtæki í 35 ár.
Hrefna lést 2018.

I. Sambýlismaður Hrefnu var Len Hurley.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.