Hreindýr

From Heimaslóð
Revision as of 10:17, 15 June 2007 by Daniel (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Árið 1771, þegar verið var að flytja fyrstu hreindýrin til Íslands, voru 13 hreindýr flutt til Vestmannaeyja. Stendur þá í Árbókum Espólíns (10. deild, bls. 101) að „Þat sumar komu 13 hreindýr í Vestmannaeyjum at undirlagi Ólafs amtmanns Stephánssonar, dóu 10 í vesöld um vetrinn eftir, en þrjú lifdu“. Önnur eldri og ítarlegri frásögn er í Islandske Maaneds-Tidender, 2. árg., bls. 55–59, og heimildarmaðurinn er Sigurður Sigurðsson landþingsskrifari á Hlíðarenda.