Hulda Pálsdóttir (Þingholti)

From Heimaslóð
Revision as of 15:13, 30 March 2019 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Hulda Pálsdóttir.

Hulda Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 1. júlí 1934 og lést 9. júlí 2000 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.<br

Hulda var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann um skeið í Markaðnum og síðustu árin vann hún í Dvalarheimilinu Seljahlíð.
Hulda eignaðist barn með Sverri 1961.
Hún giftist Gunnlaugi 1973. Þau bjuggu við Borgarholtsbraut í Kópavogi og í Engjaseli í Reykjavík.
Þau eignuðust ekki börn, en Hulda annaðist Birgi Þór son sinn og Ragnar son Gunnlaugs.
Gunnlaugur lést 1992 og Hulda 2000.

I. Barnsfaðir Huldu var Sverrir Guðvarðarson sjómaður í Reykjavík, f. 30. september 1930. Foreldrar hans voru Guðvarður Þórarinn Jakobsson, f. 18. janúar 1900, d. 19. október 1959, og Oddrún Sigþrúður Guðmundsdóttir, f. 8. september 1900, d. 17. apríl 1951.
Barn þeirra:
1. Birgir Þór Sverrisson, býr í Eyjum, f. 21. september 1961 í Eyjum. Kona hans er Kolbrún Eva Valtýsdóttir. Barnsmóðir Birgis Þórs er Sólveig Eva Hreinsdóttir.

II. Maður Huldu, (6. janúar 1973), var Gunnlaugur Finnbogason rennismiður, f. 8. september 1928, d. 20. júní 1992. Foreldrar hans voru Finnbogi Guðmundsson, f. 18. september 1892, d. 18. janúar 1978, og Þórunn Gunnlaugsdóttir, f. 14. maí 1895, d. 5. desember 1974.
Barn Gunnlaugs frá fyrra hjónabandi og fósturbarn Huldu:
3. Ragnar Kristján Gunnlaugsson, f. 13. mars 1962. Sambýliskona hans er Erla Baldursdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.