Ingvar Þórólfsson (Birtingarholti)

From Heimaslóð
Revision as of 20:19, 6 October 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Ingvar Þórólfsson (Birtingarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ingvar Þórólfsson útgerðarmaður, húsasmiður fæddist 27. mars 1896 í Króki í Flóa og lést 13. apríl 1975.
Foreldrar hans voru Þórólfur Jónsson bóndi, f. 24. ágúst 1844 á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal, Borg., d. 7. apríl 1916 og kona hans Ingveldur Nikulásdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1867, d. 1. september 1942.

Systir Ingvars var
1. Halldóra Kristín Þórólfsdóttir húsfreyja á Skaftafelli, f. 10. júlí 1893, d. 10. janúar 1985.

Ingvar var með foreldrum sínum í Gerðakoti í Gaulverjabæjarhreppi 1901, var ,,þjenari“ í Vallarhjáleigu þar 1910.
Hann fluttist til Eyja 1915, var vélamaður, lausamaður á Skaftafelli 1920, sjómaður og húsbóndi í Birtingarholti 1930. Hann var útgerðarmaður um skeið, vann síðan við húsasmíðar.
Þau Þórunn giftu sig 1922, eignuðust 10 börn. Þau bjuggu í Birtingarholti.
Þórunn lést 1972. Ingvar bjó síðustu ár sín í Reykjavík. Hann lést 1975.

I. Kona Ingvars, (27. maí 1922), var Þórunn Friðriksdóttir frá Rauðhálsi í Mýrdal, húsfreyja, f. 28. apríl 1901, d. 13. júlí 1972.
Börn þeirra:
1. Þórhildur Ingvarsdóttir húsfreyja í Mýrdal, f. 25. nóvember 1922, d. 8. ágúst 2000.
2. Þórunn Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1923 í Birtingarholti, d. 6. október 2013.
3. Friðrik Ingvarsson í Bandaríkjunum, f. 2. apríl 1926, d. 17. janúar 2004.
4. Hulda Ingvarsdóttir Berndsen húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1927, d. 28. apríl 2000.
5. Vigfús Ingvarsson, f. 1. nóvember 1928.
6. Hafsteinn Ingvarsson tannlæknir, f. 12. október 1932 í Birtingarholti, d. 29. janúar 2014.
7. Hafdís Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1935 í Birtingarholti, d. 26. janúar 1997.
8. Ingi Ingvarsson, f. 22. apríl 1937 í Birtingarholti, d. 14. ágúst 2018.
9. Jóna Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1939 í Birtingarholti.
10. Þórólfur Ingvarsson sjómaður á Akureyri, f. 16. apríl 1944 í Birtingarholti, d. 20. júlí 2015.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.