Ingveldur Gísladóttir (Ásnesi)

From Heimaslóð
Revision as of 13:19, 9 March 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ingveldur Gísladóttir húsfreyja í Ásnesi fæddist 17. júlí 1888 á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum og lést 18. desember 1969.
Foreldrar hennar voru Gísli Vigfússon bóndi, f. 18. október 1832, d. 5. maí 1914, og Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja, f. 2. mars 1850, d 2. maí 1913.

Ingveldur var með foreldrum sínum 1890, en var tökubarn í Húsatóftum á Skeiðum 1901 og hjú þar 1910.
Þau Jón Ágúst giftu sig 1911 of fluttust til Eyja á árinu. Þau eignuðust þrjú börn, en misstu elsta drenginn, er hann hrapaði í Hánni 1922. Þau byggðu Birtingarholt 1912 ásamt Ísleifi Sigurðssyni, síðar í Ráðagerði og bjuggu þar til 1923, er þau fluttust í Ásnes, nýbyggt hús sitt. Þau bjuggu þar 1945, en 1948 voru þau komin að Hólagötu 2.
Þau fluttust til Reykjavíkur og dvöldu síðast á Hrafnistu.
Jón Ágúst lést 1967 og Ingveldur 1969.

I. Maður Ingveldar, (1911), var Jón Ágúst Guðmundsson útgerðarmaður, f. 1. ágúst 1878 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 18. mars 1967.
Börn þeirra:
1. Gísli Óskar Ágústsson, f. 4. febrúar 1914 í Birtingarholti, d. 3. júní 1922, hrapaði í Hánni.
2. Guðmundur Ágústsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2. september 1918 í Birtingarholti, d. 2. desember 2001.
3. Gísli Ágústsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 6. maí 1926 í Ásnesi, d. 15. september 1998.
Barn Ágústs og Guðrúnar Jónsdóttur, f. 8. maí 1879, d. 29. janúar 1966, var
4. Jónína Sigrún Ágústsdóttir húsfreyja í Mjölni, f. 14. nóvember 1910, d. 23. október 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.