Jóhanna Guðjónsdóttir (Reykjum)

From Heimaslóð
Revision as of 16:55, 8 September 2020 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Jóhanna Guðjónsdóttir (Reykjum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Jóhanna Guðjónsdóttir.

Jóhanna Guðjónsdóttir frá Reykjum, húsfreyja, sjúkraliði fæddist 5. júní 1922 að Ásbyrgi og lést 26. júní 2017 í Lanspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson skipstjóri, verkamaður, slátrari, f. 10. febrúar 1892 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 14. maí 1967, og kona hans Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1894 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1989.

Börn Bergþóru og Guðjóns:
1. Jón Óskar Guðjónsson, f. 26. júní 1917 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 25. apríl 1940 ú berklum.
2. Guðmundur Guðjónsson rekstrarstjóri í Kópavogi, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008. Kona hans Ása Gissurardóttir.
3. Þórhallur Ármann Guðjónsson, f. 8. febrúar 1921 á Eystri-Gjábakka, d. 14. maí 1921.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júní 1922 í Ásbyrgi, d. 26. júní 2017.
5. Guðbjörn Guðjónsson vélvirkjameistari, verksmiðjustjóri, f. 14. apríl 1924 í Ásbyrgi, d. 24. apríl 2012.
6. Þorleifur Guðjónsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
7. Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929 á Reykjum.
8. Þórhallur Ármann Guðjónsson verkstjóri, f. 27. október 1931 á Reykjum.
9. Lilja Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1933 á Reykjum, d. 3. janúar 1941.
10. Haukur Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1938 á Reykjum.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1939 og tók sjúkraliðapróf í Kleppsspítala 1971.
Jóhanna vann ýmis störf í Eyjum, við fiskiðnað og verslun. Einnig var hún kaupakona í sveit.
Þau Victor Hans giftu sig 1946, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Reykjum í Eyjum, en lengst á Hjallavegi 1 og Fellsmúla 16 í Reykjavík. Eftir að Victor Hans lést keypti Jóhanna sér íbúð að Strikinu 8 í Garðabæ.
Victor Hans lést 2010 og Jóhanna 2017.

Maður Jóhönnu, (4. ágúst 1946), var Victor Hans Halldórsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 26. mars 1923, d. 1. maí 2010.
Börn þeirra:
1. Lilja Viktorsdóttir, f. 3. febrúar 1945 á Reykjum, d. 3. mars 1945.
2. Lilja Viktorsdóttir, f. 18. maí 1946 á Reykjum, d. 6. nóvember 1953.
3. Vigdís Victorsdóttir húsfreyja, kennari, f. 15. september 1950. Maður hennar Sigurður Þorvarðarson.
4. Lilja Dóra Victorsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 19. febrúar 1956. Maður hennar Halldór F. Frímannsson.
5. Bergþóra Viktorsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 17. apríl 1957. Maður hennar Ævar Scheving Valgeirsson.
6. Guðjón Þór Victorsson viðskiptafræðingur, bankastarfsmaður, f. 25. nóvember 1959. Kona hans Aðalbjörg Benediktsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Lilja Dóra.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. júlí 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.