Jóna B. Hannesdóttir (Hæli)

From Heimaslóð
Revision as of 20:25, 13 June 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Jóna B. Hannesdóttir.

Jóna Bergþóra Hannesdóttir frá Hæli, húsfreyja fæddist þar 27. mars 1925 og lést 10. febrúar 2010 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Hannes Hreinsson fiskimatsmaður, f. 2. október 1892 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 28. maí 1983, og fyrsta kona hans Vilborg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1892 í Hallgeirsey í A-Landeyjum, d. 23. október 1932.

Börn Hannesar og Vilborgar:
1. Magnea G. Hannesdóttir Waage húsfreyja, verslunarmaður, f. 21. desember 1922, d. 4. júlí 2017.
2. Jóna Bergþóra Hannesdóttir.
3. Ásta Sigríður Hannesdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 10. mars 1929.
Barn Hannesar og Jóhönnu Sveinsdóttur, síðari konu hans:
4. Hrönn Vilborg Hannesdóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 22. febrúar 1939.

Jóna var með foreldrum sínum fyrstu ár ævinnar, en móðir hennar dó, er Jóna var á áttunda árinu. Faðir hennar kvæntist Jóhönnu Sveinsdóttur 1935, en hún hafði verið ráðskona hjá honum, og gekk hún börnum Hannesar í móðurstað.
Jóna var einn vetur í Gagnfræðaskólanum, réðst til starfa hjá Helga Benediktssyni og vann þar skrifstofu- og verslunarstörf fram undir giftingu, en nam við húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði einn vetur.
Þau Árni giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Sólhlíð 6, á Helgafellsbraut 1 1953, á Einidrangi við Brekastíg og síðast á Túngötu 24.
Við Gosið 1973 fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar síðan.
Árni lést árið 2000 og Jóna 2010.

I. Maður Jónu, (1. nóvember 1947), var Árni Guðmundsson frá Eiðum, vélstjóri, húsvörður, f. 25. júní 1926, d. 12. nóvember 2000.
Börn þeirra:
1. Steinar Vilberg Árnason lífefnafræðingur, cand. mag., löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í spænsku, f. 16. ágúst 1946. Kona hans er Guðrún Norðfjörð.
2. Þyri Kap Árnadóttir menntaskólakennari, f. 6. nóvember 1948. Maður hennar er Trausti Leósson.
3. Jón Atli Árnason læknir í Bandaríkjunum, sérfræðingur í giktsjúkdómum, f. 19. júlí 1959. Kona hans er Salvör Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.