Jóna Sigríður Jóhannesdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 20:38, 20 November 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Jóna Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja fæddist 6. júlí 1899 á Flateyri og lést 28. febrúar 1935.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannesson sjómaður, skipstjóri, f. 18. nóvember 1867, d. 21. mars 1907, og kona hans Elín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1878, d. 29. nóvember 1908.

Jóna Sigríður kom frá Reykjavík 1907 í fóstur til Jóns Einarssonar kaupfélagsstjóra, kaupmanns á Stóra-Gjábakka og Sesselju Ingimundardóttur konu hans. Hún var hjá þeim 1910, vinnukona þar 1920.
Þau Guðmundur giftu sig 1923, eignuðust tvö börn í Eyjum. Þau bjuggu í Hlíðarási 1923, á Hofsstöðum 1927. Þau fluttu til lands um 1930, voru bændur í Krýsuvík, bjuggu síðan í Rvk, bjuggu síðast á Suðurpóli 19 þar.
Jóna lést 1935 á Landspítalanum og Guðmundur 1962.

I. Maður Jónu, (24. nóvember 1923), var Guðmundur Ísleifsson trésmiður, bóndi, f. 18. september 1896, d. 11. janúar 1962.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Elín Guðmundsdóttir, f. 16. október 1923 í Hlíðarási, d. 5. ágúst 2010.
2. Guðmundur Óskar Guðmundsson, f. 13. júlí 1927 á Hofsstöðum, d. 26. janúar 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.