Júlíus Guðmundsson (Borg)

From Heimaslóð
Revision as of 09:48, 29 February 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Júlíus Guðmundsson var fæddur árið 1868 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Guðmundur Ögmundsson í Borg á Stakkagerðistúni og Margrét Halldórsdóttir, sem þá var bústýra hans. Þau giftust 1874. Júlíus var hálfbróðir Ástgeirs Guðmundssonar í Litlabæ og svili hans. Hann bjó lengi á Seyðisfirði eystra, stundaði þar verkamannavinnu; fluttist síðan til Reykjavíkur og lést þar um miðja 20. öld.



Heimildir

Frekari umfjöllun

Júlíus Guðmundur Guðmundsson verkamaður, sjómaður frá Borg við Stakkagerðistún fæddist 16. ágúst 1869 í Kastala og lést. 26. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ögmundsson járnsmiður, þá í Kastala, síðar á Borg, f. 16. apríl 1833, d. 27. maí 1914, og Margrét Halldórsdóttir, þá ekkja í Kastala, síðar húsfreyja í Borg, f. 16. janúar 1832, d. 15. febrúar 1919.

Hálfbróðir Júlíusar, samfeðra, var Ástgeir Guðmundsson bátasmiður í Litlabæ.

Júlíus var nýfæddur með föður sínum í Presthúsum 1870.
Hann var með foreldrum sínum í Stakkagerði, 2. býli, þ.e. Borg við Stakkagerðistún, 1873 og enn 1890.
Hann fluttist frá Borg til Seyðisfjarðar 1892 og þangað fluttist Sigríður frá Litlabæ. Þau voru á Strandbergi þar 1901 með börnum sínum og Margréti móður Júlíusar, bjuggu í Gamla-Hansenshúsi á Seyðisfirði 1910, voru tvö í Sigfúsarhúsi þar 1920.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1925.
Júlíus bjó í Tjarnargötu 40 í Reykjavík við andlát 1951.

Kona hans, (27. maí 1894), var Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1863, d. 4. mars 1957.
Börn þeirra hér:
1. Guðjón Júlíussson, tvíburi, f. 23. júlí 1893, d. 24. ágúst 1893.
2. Ásdís Júlíusdóttir, tvíburi, f. 23. júlí 1893, d. 27. ágúst 1893.
3. Dagný Júlíusdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 5. ágúst 1894, d. 1. desember 1974.
4. Jakob Júlíusson, f. 26. apríl 1896, á lífi 1901.
5. Guðmundur Júlíusson, f. 9. september 1899, d. 9. september 1926.
6. Elísabet Margrét Júlíusdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast í Kópavogi, f. 26. júní 1901, d. 5. júní 1974.
7. Andvana drengur, f. 24. júlí 1903.
8. Magnús Júlíusson, f. 17. desember 1904, d. 2. febrúar 1915.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.