Jakob Guðmundsson (Höfðahúsi)

From Heimaslóð
Revision as of 11:25, 30 October 2022 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Jakob Guðmundsson (Höfðahúsi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Jakob Elías Guðmundsson frá Færeyjum, sjómaður, iðnverkamaður við lifrarbræðslu fæddist 19. nóvember 1901 og lést 28. nóvember 1975.
Jakob var sjómaður, síðan lifrarbræðslumaður.
Þau María giftu sig 1933, eignuðust þrjú börn, en misstu frumburð sinn nokkurra vikna gamlan. Þau bjuggu í Höfðahúsi við Vesturveg 8, síðar á Heiðarvegi 24.
Jakob lést 1975 og María 1979.

I. Kona Jakobs, (16. september 1933), var María Karólína Jóhannsdóttir frá Höfðahúsi, húsfreyja, f. 16. febrúar 1912, d. 5. júlí 1979.
Börn þeirra:
1. Jóhann Jakobsson, f. 25. mars 1930 í Höfðahúsi, d. 23. apríl 1930.
2. Guðmundur Trausti Jakobsson húsasmíðameistari, f. 5. febrúar 1933 í Höfðahúsi, d. 3. júní 2011. Kona hans Jessý Friðriksdóttir.
3. Jóhann Ævar Jakobsson málarameistari, lögregluþjónn, rithöfundur, f. 22. ágúst 1937 í Höfðahúsi, d. 28. júlí 2014. Kona hans Sólveig Pálsdóttir frá Akureyri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.