Karl Ólafsson (Heiðarbæ)

From Heimaslóð
Revision as of 15:32, 25 January 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Karl

Karl Ólafsson fæddist 30. janúar 1915 og lést 13. júlí 1990. Foreldrar hans voru Ólafur Ingileifsson og Sigurjóna Sigurjónsdóttir. Samfeðra Karli voru Sigurgeir, Eggert, Einars á Kap, Guðna á Gjafari og Jóna Guðrún húsfreyja á Víðivöllum.
Karl bjó á Hásteinsvegi 7 en í Reykjavík seinni árin.

I. Kona Karls var Guðlaug Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1914, d. 29. apríl 2007.
Börn þeirra:
1. Gunnar Karlsson, f. 2. desember 1940. Kona hans Ásgerður Þórðardóttir.
2. Guðrún Dagbjört Karlsdóttir, f. 8. febrúar 1945. Maður hennar Sigurjón Magnússon.

Karl var formaður með mótorbátinn Mýrdæling. Hann var lengi félagi í Taflfélagi Vestmannaeyja og Skákmeistari Vestmannaeyja 1960.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Karl:

Kannar gniðar kaldan völl
Kalli borinn Óla,
þó að svæsin sævar föll
siglum vilji róla.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Karl hræðist víði varla,
ver Ólafs þann ég geri.
Gísla Johnsen á sýslar,
særinn, þó slíti færi.
Happsamur knarrar kappi
kann sig á leiðum hranna.
Tafl kann sá Týrinn afla,
talfár er greindur halur.

Myndir



Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.

enn að.