Kristín Guðjónsdóttir (Viðey)

From Heimaslóð
Revision as of 12:03, 12 December 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Kristín Guðjónsdóttir.

Kristín Guðjónsdóttir frá Búðareyri við Reyðarfjörð, húsfreyja fæddist þar 28. júlí 1918 og lést 19. september 2019 í hjúkrunarheimilinu Seljahlíð.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson frá Byggðarenda á Álftanesi, Gull., útgerðarmaður, skipstjóri, f. 7. febrúar 1893, fórst í Hornafjarðarósi 26. mars 1921, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir frá Veltu í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 25. júlí 1894, d. 6. júlí 1975. Stjúpfaðir Kristínar var Sveinbjörn P. Guðmundsson búfræðingur, bóndi á Hólmum í Reyðarfirði, kennari, verslunarmaður, símstöðvarstjóri, oddviti, síðar kennari í Flatey á Breiðafirði, f. 23. apríl 1880, d. 2. október 1955.

Bróðir Kristínar var
1. Óskar Guðmundur Guðjónsson húsasmíðameistari í Lambhaga, f. 5. október 1920, d. 28. janúar 2009.

Kristín var skamma stund með foreldrum sínum, því að faðir hennar drukknaði, er hún var á þriðja ári sínu. Hún ólst upp með móður sinni og Sveinbirni stjúpa sínum, flutti með þeim að Svefneyjum á Breiðafirði 16 ára og síðan til Flateyjar þar.
Kristín starfaði m.a. við fiskvinnslu.
Þau Sigurberg giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn, bjuggu lengst í Alheimi í Flatey.
Þau stunduðu hefðbundinn búskap, en fluttu til Eyja 1957, bjuggu lengst í Viðey við Vestmannabraut 30.
Þau byggðu húsið við Vesturveg 25b að mestu og fluttu í það á Þorláksmessu 1972, en Gosið hófst mánuði seinna 1973. Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu við Kleppsveg.
Sigurberg lést 2010 og Kristín 2019.

I. Maður Kristínar, (16. desember 1944), var Sigurberg Bogason húsamiður, f. 18. desember 1918 í Flatey á Breiðafirði, d. 7. júlí 2010.
Börn þeirra:
1. Erla Sigurbergsdóttir húsfreyja, hárgreiðslusveinn, hárgreiðslukona, f. 17. desember 1945 í Reykjavík. Maður hennar Haukur Már Haraldsson.
2. Margrét Sigurborg Sigurbergsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1947 í Flatey. Fyrrum maður hennar Þráinn Alfreðsson. Maður hennar Þór Guðlaugur Vestmann Ólafsson.
3. Guðjón Sigurbergsson, f. 23. mars 1949 í Flatey. Kona hans Dagmar Svala Runólfsdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.