Linda Gústafsdóttir (Bjarma)

From Heimaslóð
Revision as of 14:17, 23 May 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Linda Gústafsdóttir frá Bjarma, húsfreyja, starfsmaður Póstsins, matráður fæddist 31. júlí 1943 í Birtingarholti.
Foreldrar hennar voru Gústaf Runólfsson frá Breiðavík, vélstjóri, síðast á v.b. Helga, f. 26. maí 1922 á Seyðisfirði, drukknaði 7. janúar 1950, er Helgi fórst á Faxaskeri, og kona hans Hulda Hallgrímsdóttir frá Skálanesi í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 28. september 1919 í Bæjarstæði þar, d. 15. desember 1988.

Börn Huldu og Gústafs:
1. Hrefna Gústafsdóttir, f. 12. mars 1942 í Birtingarholti, síðast í Eyjum, d. 10. desember 1971.
2. Linda Gústafsdóttir, f. 31. júlí 1943 í Birtingarholti.
3. Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir, f. 24. ágúst 1946 í Steinholti.
4. María Gústafsdóttir, f. 11. september 1948 á Boðaslóð 3.

Börn Huldu og Þórarins Ágústs Jónssonar:
5. Sigríður Ágústa Þórarinsdóttir, f. 30. maí 1958, d. 12. ágúst 2015.
6. Sigrún Ólafía Þórarinsdóttir, f. 25. júní 1959.
7. Gústaf Adólf Þórarinsson, f. 13. maí 1963.

Linda var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar drukknaði, er hún var á sjötta árinu.
Hún vann m.a. við fiskiðnað.
Eftir flutning til Lands vann hún m.a. hjá Póstinum í Hafnarfirði og var matráður hjá eldri borgurum í Gullsmára í Kópavogi.
Þau Árni giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Þorlaugargerði, þá á Hásteinsvegi 7, en í Sólheimatungu við Brekastíg 14 við Gos 1973.
Fjölskyldan flutti til Lands, bjó víða í fyrstu, m.a. í Grindavík, en lengi í Hafnarfirði. Þau fluttu í Kópavog 1998 og bjuggu þar síðan, síðast í Álfkonuhvarfi 31.
Árni Ásgrímur lést 2011. Linda býr í Gullsmára 7.

I. Maður Lindu, (14. september 1963), var Árni Ásgrímur Pálsson frá Þorlaugargerði, smiður, húsvörður, f. 14. september 1942 í Glaumbæ í Langadal í A.-Hún., d. 27. mars 2011 á Landspítalanum.
Börn þeirra:
1. Ágústa Hulda Árnadóttir matráður í Eyjum, f. 16. janúar 1962. Fyrrum maður hennar Þorleifur Hjálmarsson. Maður hennar Sigurjón Ingvarsson Sigurjónssonar.
2. Páll Árnason flugvirki í Keflavík, f. 10. mars 1963. Kona hans Guðleif Harpa Jóhannsdóttir.
3. Ómar Þór Árnason tölvufræðingur í Noregi, f. 27. apríl 1977 í Grindavík. Kona hans Sigríður Rakel Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.