Pétur Halldórsson (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Revision as of 17:13, 13 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Pétur Halldórsson sjávarbóndi á Vilborgarstöðum fæddist 1823 og lést 5. febrúar 1870.
Móðir hans var Vilborg Pétursdóttir, síðar húsfreyja á Löndum, skírð 1. desember 1792 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, d. 30. mars 1859, Pétursdóttir.
Faðir Péturs var skráður Erlendur Sigurðsson í prestþjónustubók, en Pétur var skráður Halldórsson strax á fyrsta ári. Föðurætt hans er ókunn.

Pétur kom til Eyja 1824, eins árs, með Vilborgu móður sinni. Þau fluttust að Dölum. Hann var skráður fyrirvinna hjá Ingibjörgu Erasmusdóttur á Kirkjubæ 1850. Þar var Margrét dóttir hennar. Hann var sjávarbóndi á Vilborgarstöðum 1855 með fjölskyldu sinni, Margréti konu sinni, börnunum Fídes 4 ára og Árna eins árs, Ingibjörgu Erasmusdóttur tengdamóður sinni og barni Margrétar, Kristínu Jónsdóttur 12 ára.
Hann var í Herfylkingunni 1859.

Kona Péturs, (23. september 1850), var Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 4. júlí 1824, d. 24. mars 1868. Hún var dóttir Ingibjargar Erasmusdóttur á Kirkjubæ og Jóns Arnessonar, þá vinnumanns í Fljótshlíð, en síðar tómthúsmaður í Ömpuhjalli.

Börn Péturs og Margrétar hér:
1. Hreinn Pétursson, f. 1. janúar 1851, d. 6. janúar 1851 úr ginklofa.
2. Fídes Pétursdóttir, f. 21. nóvember 1851. Hún fór til Seyðisfjarðar 1886 og var vinnuhjú í Neshjáleigu í Loðmundarfirði 1890, d. 6. október 1894.
3. Árni Pétursson vinnumaður í Jómsborg, f. 1854, d. 3. júlí 1879 úr „taksótt“.
4. Ingibjörg Pétursdóttir, f. 23. september 1856, d. 2. október 1856 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.