Ragna Þorvarðardóttir

From Heimaslóð
Revision as of 11:37, 19 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Steinunn Ragna Þorvarðardóttir fæddist 18. janúar 1899 og lést 16. mars 1991.
Faðir hennar var Þorvarður Guðmundur útvegsbóndi í Keflavík, f. 19. nóvember 1857, d. 19. mars 1927, Þorvarðarson beykis í Keflavík, f. 31. maí 1836, d. 14. desember 1894, Helgasonar prentara í Viðey og víðar, f. 10. nóvember 1807, d. 4. júní 1862, Helgasonar, og konu Helga prentara, Guðrúnar húsfreyju í Bergmannsstofu í Reykjavík 1850, f. 25. apríl 1802, d. 22. október 1872, Finnbogadóttur.
Móðir Þorvarðar Guðmundar útvegsbónda og kona Þorvarðar beykis var Guðrún ógift erfiðiskona í Skálholtskoti í Reykjavík 1860 með Þorvarð hjá sér, ógift húskona í Vigfúsarkoti þar 1870, f. 8. ágúst 1825, d. 18. september 1910, Högnadóttir bónda á Litlu-Drageyri í Skorradal, Borg., f. 5. júní 1790, d. 7. júlí 1836, Jónssonar, og konu Högna, Margrétar húsfreyju, f. 1790, d. 26. janúar 1851, Jónsdóttur.

Móðir Rögnu og kona Þorvarðar Guðmundar útvegsbónda var Margrét húsfreyja, f. 10. ágúst 1866, d. 25. júlí 1915, Arinbjarnardóttir sjávarbónda í Tjarnarkoti í Njarðvíkum 1870, f. 3. nóvember 1834, d. 9. desember 1895, Ólafssonar faktors, eiganda Innri-Njarðvíkurbýlis 1835, f. 1787, d. 15. janúar 1839, Ásbjörnssonar, og konu Ólafs, Helgu húsfreyju, f. 10. júlí 1799, d. 27. júlí 1862, Árnadóttur.
Móðir Margrétar og kona Arinbjarnar var Kristín húsfreyja í Tjarnarkoti 1870, f. 13. september 1834 í Brautarholtssókn á Kjalarnesi, d. 8. nóvember 1899, Björnsdóttir bónda á Sjávarhólum á Kjalarnesi 1845, f. 1796 í Reykjavíkursókn, Tómassonar Beck, og konu Björns, Margrétar húsfreyju, f. 1806 í Reynivallasókn, Loftsdóttur.

Margrét móðir Rögnu var systir Ólafs Arinbjarnarsonar verslunarstjóra, föður Arinbjarnar manns hennar og þau hjón því systkinabörn.
Bræður Arinbjarnar Axels Ólafssonar voru Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, bæjarfógeti í Neskaupstað og bæjarfógetafulltrúi í Hafnarfirði og Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarstjóri og síðar sýslumaður á Ísafirði.

Ragnar var tvígift:
I. Fyrri maður hennar, (skildu), var Arinbjörn Axel Ólafsson verslunarmaður, f. 24. október 1895, d. 13. apríl 1960.
Barn þeirra var
1. Ólafur Högni Arinbjarnarson bifreiðarstjóri, f. 15. júní 1927, d. 26. nóvember 1991, ættleiddur af Agli Jónassyni í Njarðvík og konu hans, Sigurbjörgu Ögmundsdóttur, en Ragna og Sigurbjörg voru systradætur.

II. Síðari maður Rögnu, (1936), var Björn Franzson kennari, tónlistarmaður og rithöfundur, f. 7. júní 1906, d. 7. febrúar 1974.
Barn þeirra var
2. Fróði Björnsson flugstjóri, f. 19. janúar 1938, d. 27. febrúar 1995.

Fyrstu búskaparár sín bjó Ragna í Vestmannaeyjum. Þar tók hún þátt í félagsmálum, í starfi Leikfélagsins og hún var í stjórn Kvenfélagsins Líknar.
Eftir að hún giftist Birni Franzsyni bjuggu þau fyrst í Reykjavík og var Ragna þá alþingisskrifari í u.þ.b. 10 ár. Síðan áttu þau heima í Svíþjóð. Ragna vann þar hjá sænska samvinnusambandinu (Kooperativa Forbundet), en jafnframt þeirri vinnu svo og heimilisstörfum lærði hún bókband.
Eftir að Ragna og Björn komu frá Svíþjóð, hóf hún skrifstofustörf við rekstur Þorvarðar Árnasonar, systursonar síns.
Ragna dvaldist mörg síðustu ár ævinnar á heimili Fróða, sonar síns í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Morgunblaðið 22. mars 1991. Minning. Vilhjálmur Árnason.
  • Árni Árnason.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.