Sighvatur Þóroddsson (Helgahjalli)

From Heimaslóð
Revision as of 20:02, 19 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Sighvatur Þóroddsson tómthúsmaður í Helgahjalli fæddist 27. febrúar 1796 í Aurgötu u. Eyjafjöllum og lést 30. ágúst 1850 á Vilborgarstöðum.

Sighvatur var vinnumaður í Neðri-Dal 1816, kom frá Seljalandsseli 1817, vinnumaður að Gjábakka, fór þaðan undir Fjöllin 1821, kom aftur til Eyja 1822, fór 1823 ásamt Elínu Þorkelsdóttur vinnukonu, var kvæntur vinnumaður á Núpi u. Eyjafjöllum 1835 með Elínu og börnunum Þóroddi 10 ára og Elínu 6 ára. Hann fór þaðan að Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum á því ári.
Hann var vinnumaður í Godthaab 1836, í Hólmfríðarhjalli 1837 og 1838, fyrirvinna hjá Oddrúnu Sigurðardóttur ekkju í Brekkuhúsi 1839, skráður ekkill og vinnumaður í Brekkuhúsi 1840, ekkill, tómthúsmaður í Helgahjalli 1845 með bústýrunni Guðrúnu Guðmundsdóttur og syni hennar Jóni Guðrúnarsyni, var „proprietarius“, (jarðeigandi), í Fredensbolig 1846, 54 ára fyrirvinna hjá Helgu Jónsdóttur á Vilborgarstöðum 1850. Hann lést þar 1850.

I. Kona Sighvatar, (skildu), var Elín Þorkelsdóttir vinnukona, f. 1789, d. 25. apríl 1859. Sögð ekkja á Núpi 1845.
Börn þeirra hér:
1. Þóroddur Sighvatsson, f. 1. ágúst 1825, d. 2. janúar 1886.
2. Elín Sighvatsdóttir vinnukona, f. 1829, á lífi 1880 á Neðri-Þverá í Fljótshlíð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.