Sigríður Guðmundsdóttir (Garðinum)

From Heimaslóð
Revision as of 20:23, 30 October 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Sigríður Guðmundsdóttir Bjarnasen.

Sigríður Guðmundsdóttir Bjarnasen fæddist 29. desember 1859 á Arnarbæli í Ölfusi og lést 5. mars 1955.
Faðir hennar var Guðmundur Johnsen prestur og prófastur, síðast prestur að Arnarbæli í Ölfusi, f. 20. ágúst 1812 að Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, drukknaði í Ölfusá 28. febrúar 1873, Einarsson Johnsen stúdents og kaupmanns í Reykjavík, f. 1775, d. 10. ágúst 1839, Jóns prests Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð (af Ásgarðsætt), f. í október 1740, d. 21. september 1821, og fyrstu konu sr. Jóns, Ingibjargar húsfreyju, d. 1799, Ólafsdóttur lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði við Djúp, Jónssonar.
Móðir Guðmundar Johnsen og kona Einars kaupmanns var Ingveldur húsfreyja, f. 14. júní 1776, d. 22. apríl 1837, Jafetsdóttir yfirlóskera í verksmiðjunum í Rvk. og gullsmiðs, f. 1732, d. 11. febrúar 1791, Illugasonar prests að Ofanleiti, og konu Jafets, Þorbjargar húsfreyju, húskonu í Skildinganesi 1801, f. 1740, d. 21. mars 1809, Eiríksdóttur.

Móðir Sigríðar Guðmundsdóttur var Guðrún Hjaltested húsfreyja, f. 7. júlí 1825, d. 7. mars 1916, Pétursdóttir (Georgs Péturs Hjaltested) bónda á Leysingjastöðum í Þingi, Helgastöðum í Vatnsdal, Stóru-Borg og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, f. 20. nóvember 1798, d. 20. júní 1846, Einarssonar verslunarstjóra á Akureyri, f. 1769, drukknaði á útsiglingu fyrir Ströndum 1802, Ásmundssonar Hjaltested, og konu Einars verslunarstjóra, Guðrúnar húsfreyju, f. 21. febrúar 1771, d. 14. júlí 1843, Runólfsdóttur á Syðri-Flankastöðum og Sandgerði, Runólfssonar.
Móðir Guðrúnar Hjaltested og kona Péturs Hjaltested var Guðríður Hjaltested húsfreyja og ljósmóðir, f. 22. apríl 1802, d. 28. apríl 1864, Magnúsdóttir prests, síðast að Steinnesi í Þingeyrarklaustursprestakalli, f. 10. janúar 1772, d. 26. apríl 1838, Árnasonar biskups Þórarinssonar, og konu Magnúsar í Steinnesi, Önnu húsfreyju, f. 23. febrúar 1774, d. 9. janúar 1858, Þorsteinsdóttur prests í Stærri-Árskógi, Hallgrímssonar.

Systir Sigríðar var Anna Guðmundsdóttir húsfreyja að Ofanleiti, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919. Hún var kona sr. Oddgeirs Guðmundsens prests, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924.

Sigríður var með foreldrum sínum meðan sr. Guðmundi entist líf, en hann drukknaði í Ölfusá 1873.
1880 var Sigríður hjá frændfólki sínu af Hjaltestedsætt í Reykjavík.
Hún var hjá Önnu systur sinni að Ofanleiti 1890, en presthjónin voru þá nýlega flutt til Eyja.
Anton missti sambýliskonu sína 1890 og þau Sigríður giftust 1892.
Hann varð verslunarstjóri Péturs Bryde í Vík í Mýrdal 1895 og fjölskyldan fluttist til Víkur á því ári. Starfinu gegndi hann til ársins 1900, en þá fluttist fjölskyldan aftur til Eyja.
1901 voru hjónin og börnin Axel og Óskar í Godthaab. Jóhann sonur hans var þá búðarþjónn, leigjandi í Reykjavík hjá Júlíönu frænku sinni og Jóni Árnasyni frá Vilborgarstöðum.
Anton var verslunarstjóri og útvegsbóndi í Garðinum 1910.
Hann lést 1916.
Sigríður var kaupmaður og útgerðarmaður í Dagsbrún 1920 og þar bjó Axel verslunarfulltrúi, sonur hennar. 1930 bjó hún hjá Axel syni sínum í Dagsbrún.
Hún lést 1955, 95 ára að aldri.

Maður Sigríðar, (11. nóvember 1892), var Anton Bjarnasen verslunarstjóri, f. 6. desember 1864, d. 21. mars 1916.
Börn þeirra hér:
1. Axel Antonsson Bjarnasen verslunarfulltrúi, kennari, innheimtumaður, f. 3. febrúar 1895, d. 25. september 1967.
2. Óskar Antonsson Bjarnasen húsvörður, f. 21. mars 1899, d. 22. október 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.