Sigríður Ingvarsdóttir (Sólheimatungu)

From Heimaslóð
Revision as of 13:19, 13 April 2024 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Karólína Sigríður Ingvarsdóttir frá Hvíld á Stokkseyri, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 28. ágúst 1904 og lést 18. febrúar 1973.
Foreldrar hennar voru Ingvar Karelsson, f. 27. desember 1865, d. 2. apríl 1908, og Diðrika Jónsdóttir, f. 29. maí 1872, d. 1. júní 1960.

Sigríður var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var tæpra 4 ára. Hún var með móður sinni 1910, var hjú á Grund á Stokkseyri 1920. Hún vann síðar skrifstofustörf í Rvk.
Hún fór til Eyja 1929. Þau Guðmundur giftu sig í Eyjum á því ári. Þau eignuðust tvö börn, bjuggu í Sólheimatungu við Brekastíg 14 1930, á Hásteinsvegi 8 1934, og á Hjalla við Vestmannabraut 57. Þau fluttu á Selfoss og síðan til Rvk, bjuggu við Rauðarárstíg 38.
Sigríður lést 1973 og Guðmundur 1976.

I. Maður Sigríðar, (16. nóvember 1929), var Guðmundur Guðjónsson frá A.-Landeyjum, netamaður, útgerðarmaður, síðar verkamaður í Rvk, f. 27. október 1901, d. 27. maí 1976.
Börn þeirra:
1. Matthías Guðmundsson forstjóri, f. 11. apríl 1930, d. 19. mars 2012.
2. Guðjón Viggó Guðmundsson, f. 24. maí 1934, d. 10. mars 2011.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið. Minning Matthíasar Guðmundssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.