Snæbjörn Björnsson (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Revision as of 17:13, 4 October 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Snæbjörn Björnsson var prestur að Ofanleiti frá árinu 1825 til 1827. Hann var fæddur 12. maí árið 1800 að Hítardal. Foreldrar hans var séra Björn Benediktsson í Hítardal og kona hans Solveig Ásgeirsdóttir, prests að Stað í Steingrímsfirði, Jónssonar.

Snæbjörn varð stúdent frá Bessastaðarskóla. Síðan í þjónustu Sigurðar landfógeta Thorgrimsens í þrjú ár og tvö ár í þjónustu Ólafs sýslumanns Finsen. Tók prestvígslu 1825 og fékk veitingu fyrir Ofanleiti 1826, en andaðist þar eftir rúmlega eins árs prestþjónustu, í byrjun árs 1827. Kona hans var Ingibjörg Jakobsdóttir í Kaupangi, Þorvaldssonar og áttu þau þrjú börn. Ingibjörg giftist seinna Jónasi Vestmann, bónda og smið að Vesturhúsum í Vestmannaeyjum.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.