Svanur Kristjánsson (Tanganum)

From Heimaslóð
Revision as of 13:54, 13 December 2016 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Svanur Kristjánsson (Tanganum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Svanur Ingi Kristjánsson.

Svanur Ingi Kristjánsson verslunarstjóri, trésmíðameistari fæddist 9. febrúar 1922 í Þinghól í Hvolhreppi, Rang. og lést 22. nóvember 2005 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Kristján Jónsson trésmíðameistari á Heiðarbrún, f. 13. mars 1882 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, d. 19. ágúst 1957, og barnsmóðir hans Sylvía Hansdóttir verkakona frá Efra-Hvoli í Hvolhreppi, f. 13. ágúst 1894, d. 19. mars 1980.

Svanur var með móður sinni í æsku, fluttist með henni til Eyja 1923, var með henni í Laufholti 1925 og 1927, á Aðalbóli 1930 og og enn 1945. Hann bjó með Jóhönnu Björnsdóttur á Brimhólabraut 9 1949.
Svanur var afgreiðslumaður á Tanganum um árabil og var þar verslunarstjóri að síðustu.
Hann lék lengi með Lúðrasveitinni.
Hann fluttist til Reykjvíkur 1954, nam húsamíðar, lauk sveinsprófi 1959 og meistaraprófi 1963 og starfaði við iðnina í Reykjavík til starfsloka.

Kona Svans, (24. maí 1958), var Álfhildur Kristjánsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 19. október 1916, d. 8. febrúar 2005. Foreldrar hennar voru Kristján Sigurður Kristjánsson rithöfundur, kennari, verslunarmaður, f. 18. október 1875, d. 6. ágúst 1961, og kona hans Guðrún Þorbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1883, d. 6. mars 1943.
Börn Álfhildar og kjörbörn Svans:
1. Kristján Rúnar Svansson, f. 26. febrúar 1947. Kona hans: Edda Helgadóttir Bachmann.
2. Guðrún Þorbjörg Svansdóttir, f. 3. október 1950, d. 17. janúar 2000.
Barn Álfhildar:
3. Inga Rósa Sigursteinsdóttir, f. 8. desember 1942. Maður hennar er Þorvarður Rósinkar Elíasson, f. 9. júlí 1940.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.