Tryggvi Guðmundsson (kaupmaður)

From Heimaslóð
Revision as of 20:15, 13 May 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Tryggvi Guðmundsson.

Tryggvi Guðmundsson frá Miðbæ við Faxastíg 18, verslunarmaður, kaupmaður fæddist þar 1. október 1920 og lést 1. júní 2004.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson verkamaður, sjómaður, f. 7. október 1886 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, drukknaði 16. desember 1924, og kona hans Áslaug Eyjólfsdóttir frá Vík í Lóni, A.-Skaft., húsfreyja, f. þar 15. janúar 1881, d. 24. júlí 1952.

Börn Áslaugar og Guðmundar:
1. Björn Guðmundsson kaupmaður, útgerðarmaður í Eyjum, f. 24. júní 1915 á Hjalla, d. 24. júní 1992.
2. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 12. nóvember 1916 á Hjalla, d. 14. október 1966.
3. Þórarinn Guðmundsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 7. ágúst 1918 á Fögrubrekku, d. 7. mars 1957.
4. Tryggvi Guðmundsson kaupmaður í Eyjum og Hafnarfirði, bjó síðast í Kópavogi, f. 1. október 1920 í Miðbæ, d. 1. júní 2004.
5. Ástvaldur Ragnar Guðmundsson, f. 18. apríl 1922 í Miðbæ, hrapaði til bana úr Klifinu 19. maí 1936.
Barn Guðmundar og Þórönnu Eyjólfsdóttur:
6. Sigurjón Vídalín Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 27. september 1911, d. 20. janúar 1999.

Tryggvi var með foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði, er Tryggvi var fjögurra ára. Hann var með móður sinni í Miðbæ 1930 og 1940.
Tryggvi var verslunarmaður, vann á Bjössabar, varð kaupmaður. Við Gosið 1973 fluttust þau Svava til lands, keyptu kjörverslunina Hraunver í Hafnarfirði ásamt Birni bróður Tryggva og ráku hana í sex ár.
Hann eignaðist barn með Margréti 1946.
Þau Svava giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Auk þess fóstraði Tryggvi, ásamt móður sinni, systurdóttur sína Bylgju Áslaugu. Þau bjuggu í fyrstu í Bifröst við Bárustíg 11, síðar á Ásavegi 20. Eftir flutning til lands bjuggu þau í Garðabæ í 20 ár, en síðan í Kópavogi.
Tryggvi lést 2004 og Svava 2020.

I. Barnsmóðir Tryggva var Margrét Soffía Halldórsdóttir, f. 30. október 1917, d. 3. júní 2000.
Barn þeirra:
1. Soffía Vala Tryggvadóttir, f. 8. desember 1946. Maður hennar Vilhjálmur Ólafsson.

II. Kona Tryggva, (19. maí 1951), var Svava Kristín Alexandersdóttir frá Landamótum, húsfreyja, f. þar 15. september 1929, d. 19. apríl 2020.
Börn þeirra:
1. Gylfi Tryggvason, f. 23. september 1951. Kona hans Margrét Rósa Jóhannesdóttir.
2. Aldís Tryggvadóttir, f. 21. september 1953. Maður hennar Vilhjálmur Vilhjálmsson.
3. Guðmundur Ásvaldur Tryggvason, f. 19. júlí 1956. Barnsmóðir hans Lilja Richardsdóttir. Kona hans Auður Tryggvadóttir.
4. Sveinn Orri Tryggvason, f. 14. janúar 1963. Kona hans Steinunn Ósk Konráðsdóttir.
Fósturbarn Tryggva og Áslaugar móður hans:
5. Bylgja Áslaug Tryggvadóttir, f. 23. mars 1939. Maður hennar Ólafur Höskuldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.