Vigdís Hjartardóttir (Pétursey)

From Heimaslóð
Revision as of 20:51, 18 March 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Vigdís Hjartardóttir frá Álftarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja fæddist 25. júlí 1887 og lést 28. febrúar 1972.
Foreldrar hennar voru Hjörtur Snjólfsson húsmaður í Álftarhól, f. 2. október 1866, d. 26. apríl 1893, og kona hans Gyðríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1866, d. 16. júní 1941.

Börn Hjartar Snjólfssonar og Gyðríðar í Eyjum:
1. Vigdís Hjartardóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972.
2. Reimar Hjartarson pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 7. júní 1955.
3. Hjörtur Magnús Hjartarson sjómaður í Hellisholti, f. 7. ágúst 1893 í Miðey í A-Landeyjum, d. 8. október 1978.

Vigdís var með foreldrum sínum á Álftarhóli 1890. Faðir hennar drukknaði er hún var tæpra sex ára. Hún var vinnukona á Fit u. V-Eyjafjöllum 1901, í London 1910. Hún réðst vinnukona til Norðfjarðar 1912, giftist Karli 1916 og eignaðist með honum fimm börn, en fyrsta og fjórða barn þeirra fæddust andvana.
Karl lést 1922. Sigfinnur fór í fóstur, en Vigdís fluttist til Eyja með tvö börn 1922, var ekkja í Háaskála 1923 og 1924 með Báru og Kristínu hjá sér, í Mörk með Pétri og börnunum 1925. Þau bjuggu í Háaskála 1927, í Baðhúsinu 1930, á Urðavegi 42 1940, í Pétursey, (Hásteinsvegi 43) 1945, en voru komin í nýbyggt hús sitt við Brimhólabraut 2 1947 eða 1948.

I. Fyrri maður Vigdísar, (29. janúar 1916), var Karl Árnason frá Borgum í Norðfirði, sjómaður á Norðfirði, f. 13. október 1886, d. 22. júní 1922.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f 12. október 1912 á Borgum.
2. Sigfinnur Karlsson vélstjóri, verkalýðsleiðtogi í Neskaupstað, f. 19. febrúar 1915, d. 7. maí 2004. Fósturforeldrar hans voru Jón Bjarnason bóndi á Skorrastað, f. 22. október 1858, d. 27. júní 1943 og kona hans Soffía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1875, d. 1953.
3. Hjörtrós Bára Karlsdóttir húsfreyja, tvíburi, f. 1. maí 1919, d. 25. apríl 1979.
4. Andvana drengur, tvíburi, f. 1. maí 1919.
5. Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1921, d. 30. september 1997.

II. Síðari maður Vigdísar, (1927), var Jón Pétur Björnsson Guðbjartsson frá Stóra-Laugardal í V-Barðastrandarsýslu, sjómaður, matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 14. júlí 1904, d. 28. febrúar 1993.
Barn þeirra:
6. Erna Pétursdóttir, f. 21. júlí 1928, dó af slysförum, líklega 1931.
Pétur var stjúpfaðir Báru og Kristínar í Eyjum.
Fóstursonur Vigdísar og Péturs var
7. Ottó Laugdal Ólafsson sjómaður, bifreiðastjóri, síðar iðnverkamaður í Svíþjóð, f. 30. júní 1932, d. 26. október 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.