Edinborgarsteinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Edinborgarsteinn var kró með gafl út að Formannasundi og hlið að Strandvegi. Króin var byggð á árunum 1912-1920 og var steinsteypt. Flestar krær voru aðeins járnklæddir timburkofar og því ánægjuleg nýmæli verið þar á ferð. Kemur nafnið steinn einmitt frá því að króin var steinsteypt. Edinborgarsteinn stóð á króarstæðum Ofanleitis.

Seinna árið 1958 var byggt nýtt hús á sama stað og stóð þar fram að eldgosinu 1973. Það hús var stórt, tvílyft steinhús. Það hús var kallað Steinninn og var lengi í eigu Ármótsfeðga, Jóns, Þórarins og Markúsar. Seinna var það í eigu bræðranna í Háagarði og var það notað undir veiðarfærageymslu fyrir útgerðina af Báru. Síðast var Edinborgarsteinn viðgerðarverkstæði fyrir fyrirtæki Einars Sigurðssonar.



Heimildir

  • Karl Guðmundsson. Ég man þá tíð... Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975.