Edinborgarsteinn

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Edinborgarsteinn var kró með gafl út að Formannasundi og hlið að Strandvegi. Króin var byggð á árunum 1912-1920 og var steinsteypt. Flestar krær voru aðeins járnklæddir timburkofar og því ánægjuleg nýmæli verið þar á ferð. Kemur nafnið steinn einmitt frá því að króin var steinsteypt. Edinborgarsteinn stóð á króarstæðum Ofanleitis.

Seinna árið 1958 var byggt nýtt hús á sama stað og stóð þar fram að eldgosinu 1973. Það hús var stórt, tvílyft steinhús. Það hús var kallað Steinninn og var lengi í eigu Ármótsfeðga, Jóns, Þórarins og Markúsar. Seinna var það í eigu bræðranna í Háagarði og var það notað undir veiðarfærageymslu fyrir útgerðina af Báru. Síðast var Edinborgarsteinn viðgerðarverkstæði fyrir fyrirtæki Einars Sigurðssonar.Heimildir

  • Karl Guðmundsson. Ég man þá tíð... Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975.