Mynd vikunnar
Grein vikunnar
Fiskv.jpg

Þorskurinn er straumlínulaga og rennilegur fiskur, hausstór, kjaftstór og undirmynntur. Augun eru stór. Á höku er skeggþráður. Bakuggarnir eru þrír og er miðugginn lengstur, raufaruggar eru tveir. Sporðblaðka er stór og þverstýfð fyrir endann. Eyruggar eru vel þroskaðir. Kviðuggar eru framan við eyruggana , hreistur er smátt og rákin er greinileg. Liturinn er mjög breytilegur eftir aldri og umhverfi. Algengasti liturinn er gulgrár á baki og hliðum, með þéttum, dökkum smáblettum. Að neðan er þorskurinn ljósari og hvítur á kvið. Lesa meira'

Heimaslóð hefur nú 27.164 myndir og 6.271 greinar.

Copyright © Vestmannaeyjabær 2005


... þó á Höfðanum þjóti ein þrettán stig ...