Einar Illugason

From Heimaslóð
Revision as of 17:48, 24 October 2017 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Einar

Einar Illugason fæddist í Vestmannaeyjum 1. apríl 1911 og lést 28. ágúst 1972. Foreldrar hans voru Margrét Eyjólfsdóttir og Illugi Hjörtþórsson frá Bifröst sem var þekktur formaður í Eyjum. Einar var kvæntur Steinunni Rósu Ísleifsdóttur frá Nýjahúsi og eignuðust þau 7 börn. Einar bjó meðal annars í húsinu Breiðablik.

Ungur að árum lærði Einar járnsmíði í vélsmiðjunni Magna og var einn snjallasti járnsmiður í Eyjum. Hann var einnig einn af stofnendum vélsmiðjunnar Völundar árið 1951.

Myndir