Elías Eyvindsson læknir

From Heimaslóð
Revision as of 18:15, 22 September 2016 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: tumb|250px|Elías Eyvindsson.]] thumb|250px|Elías með Eyvindi föður sínum. '''Elías Þórarinn Eyvindsson''' l...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Elías Eyvindsson.]]

Elías með Eyvindi föður sínum.

Elías Þórarinn Eyvindsson læknir fæddist 14. júní 1916 á Fögrubrekku og lést 16. mars 1980 í Park Falls í Wisconsin í Bandaríkjunum.
Foreldrar hans voru Eyvindur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 13. apríl 1892, d. 25. ágúst 1964, og kona hans Sigurlilja Sigurðardóttir húsfreyja, f. 21. desember 1891, d. 19. október 1974.

Börn Eyvindar og Sigurlilju voru:
1. Sigríður Ingibjörg, f. 26. ágúst 1913 á Oddsstöðum, d. 20. mars 1933.
2. Hans Ottó, f. 17. október 1914 á Oddsstöðum, d. 13. nóvember 1914.
3. Hans Björgvin, f. 14. júní 1916 á Fögrubrekku, d. 15. nóvember 1916.
4. Elías Þórarinn, f. 14. júní 1916 á Fögrubrekku, d. 16. marz 1980.
5. Guðný Laufey, f. 19. desember 1917 á Strandbergi, d. 1. desember 1987.
6. Guðfinna Sigurlilja, f. 3. desember 1921 á Strandbergi, d. 21. maí 2013.
7. Jóna Sigríður, f. 17. ágúst 1923 á Fögrubrekku, d. 17. febrúar 1927.
8. Þórarinn Guðlaugur, f. 11. október 1925 í Eyvindarholti, d. 26. nóvember 1976.

Elías ólst upp með fjölskyldu sinni í Eyjum. Hann var á Fögrubrekku 1916, á Strandbergi, (Strandvegi 39) 1920, í Eyvindarholti, (Brekastíg 7b) 1927, á Vestmannabraut 67, (Nýja-Bergholti) 1930, en einnig skráður í Rafnsholti með Elínu ömmu sinni, og í Valhöll, (Strandvegi 43 A) 1940.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936, lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 27. janúar 1944 og læknaprófi (State Board) í Wisconsin í janúar 1962.
Elías fékk lækningaleyfi á Íslandi í nóvember 1945 og sérfræðingsleyfi í svæfingum og deyfingum 19. september 1951 og í skurðlækningum 10. október 1958.
Hann starfaði sem kandídat og héraðslæknir á Íslandi, aðstoðarlæknir í Wisconsin.
Þá nam hann svæfingar og deyfingar við Mayo Clinic í Rochester, Minnesota 1948-1950.
Elías var svæfingalæknir á Landspítalanum 1951-1956 og aðstoðarlæknir á skurðdeild 1952-1953 og 1955-1956.
Hann var fyrsti forstöðumaður Blóðbankans, frá nóvember 1953-september 1956.
Elías var sjúkrahúslæknir í Neskaupstað frá október 1956-október 1961.
Hann fluttirt til Wisconsin og var starfandi læknir í Park Falls frá febrúar 1962 til æviloka og starfaði jafnframt að skurðlækningum við Park Falls Memorial Hospital.
Elías skrifði greinar í Læknablaðið og önnur tímarit, var ritstjóri Heilbrigðs lífs, tímarits Rauða kross Íslands, 1952-1956. Hann lést 1980.

Elías var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (10. apríl 1942, skildu 1948), var Sólveig Eggertsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1917, d. 18. mars 2008. Foreldrar hennar voru Eggert Einar Jónsson bóndi á Hofi á Höfðaströnd, síðar kaupsýslumaður í Reykjavík, útgerðarmaður og framkvæmdastjóri í Eyjum og Innri-Njarðvík, en búsettur í Reykjavík, f. 16. mars 1890, d. 28. september 1951, og kona hans Elín Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1890, d. 31. janúar 1975.
Barn þeirra:
1. Eggert Einar Elíasson verslunarmaður í Reykjavík, f. 27. júlí 1942.

II. Síðari kona Elíasar, (26. september 1948), var Lynnrietta Carol Eyvindsson hjúkrunarfræðingur, fædd Flanum 5. maí 1926. Foreldrar hennar voru Gustave Flanum þjóðgarðsvörður í Madison í Wisconsin, og kona hans Helen Flanum húsfreyja, fædd Moore.
Börn þeirra:
2. Pétur Gústaf, f. 5. desember 1949. Hann býr í Denver í Colorado.
3. Helen Carol gistihússeigandi í Wisconsin, f. 31. desember 1951.
4. Eyvindur Þórarinn trésmiður í Park Falls, f. 26. apríl 1956.
5. Hans Karl, f. 30. apríl 1963. Hann býr í Wisconsin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.