Difference between revisions of "Guðlaugur Vigfússon (Holti)"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
(Ný síða: thumb|256x256dp|''Guðlaugur Vigfússon. '''Guðlaugur Vigfússon (Daddi í Holti)''' frá Holti, sjómaður, útgerðarmaður, netam...)
 
m (Verndaði „Guðlaugur Vigfússon (Holti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(No difference)

Latest revision as of 14:48, 6 September 2020

Guðlaugur Vigfússon.

Guðlaugur Vigfússon (Daddi í Holti) frá Holti, sjómaður, útgerðarmaður, netamaður fæddist þar 16. júlí 1916 og lést 27. apríl 1989.
Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson frá Túni, formaður og útgerðarmaður í Holti, f. 14. júní 1872 í Túni, d. 26. apríl 1943, og fyrri kona hans Guðleif Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. þar 11. október 1879, d. 19. ágúst 1922.

Börn Guðleifar og Vigfúsar:
1. Guðrún húsfreyja, f. 27. september 1901. Hún giftist dönskum manni og bjó í Danmörku.
2. Sigríður Dagný húsfreyja, f. 15. september 1903, d. 5. október 1994.
3. Guðmundur skipstjóri og útgerðarmaður, f. 10. febrúar 1906, d. 6. október 1997.
4. Jón vélstjóri og útgerðarmaður, f. 22. júlí 1907, d. 9. september 1999.
5. Þórdís húsfreyja, f. 29. júlí 1912, d. 15. desember 2004.
6. Guðlaugur útgerðarmaður, f. 16. júlí 1916, d. 27. apríl 1989.
7. Axel (Púlli) öryrki, f. 16. október 1918, d. 16. október 2001.
8. Barn, sem dó nokkru eftir fæðingu.
Börn Vigfúsar og síðari konu hans Valgerðar Jónsdóttur:
9. Þorvaldur Örn húsgagnasmíðameistari, f. 24. janúar 1929, d. 16. september 2002.
10. Guðleif húsfreyja, f. 13. júlí 1926, d. 27. september 2013.
Dóttir Valgerðar:
11. Þórdís Hansdóttir Erlendsson, f. 1. maí 1915, d. 9. maí 2005.

Guðlaugur var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var sex ára. Valgerður Jónsdóttir réðst til Vigfúsar 1925 og gekk börnunum í móðurstað.
Guðlaugur hóf snemma sjómennsku. Hann varð útgerðarmaður með bræðrum sínum Guðmundi og Jóni, er þeir eignuðust Vonina II VE 113 1943 og stóð síðan að útgerð hennar til 1966, er hún var seld. Hann var sjómaður á Voninni, en var skipstjóri um skeið.
Eftir flutning til Reykjavíkur vann Guðlaugur við netagerð hjá Reykdal Jónssyni.
Þau Jóhanna giftu sig 1943, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Holti, síðan á Helgafellsbraut 1. Þau byggðu húsið að Kirkjubæjarbraut 1 og bjuggu þar, uns þau fluttu til Reykjavíkur 1960, en bjuggu þar að Austurbrún 3, en síðast að Kjarrvegi 15.
Guðlaugur starfaði við netaiðnað hjá Reykdal Jónssyni og síðan vann hann hjá Hampiðjunni.
Guðlaugur lést 1989 og Jóhanna 1996.

I. Kona Guðlaugs, (6. nóvember 1943), var Jóhanna Kristín Kristjánsdóttir frá Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda, f. 3. nóvember 1921, d. 12. október 1996.
Börn þeirra:
1. Kristján Vigfús Guðlaugsson, f. 15. desember 1943 í Holti. Kona hans Rósa Sigurjónsdóttir.
2. Guðleif Guðlaugsdóttir, f. 28. október 1948 á Helgafellsbraut 1. Maður hennar Páll H. Guðmundsson.
3. Sigríður Guðlaugsdóttir, f. 27. mars 1951 að Kirkjubæjarbraut 1. Maður hennar Gústav Einarsson.
4. Kristján Guðlaugsson, f. 31. desember 1954 að Kirkjubæjarbraut 1. Kona hans Ásgerður Halldórsdóttir.
5. Guðrún Guðlaugsdóttir, f. 9. ágúst 1959 að Kirkjubæjarbraut 1. Sambýlismaður Helgi Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.