Difference between revisions of "Hermann Karl Guðmundsson"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
(Ný síða: '''Hermann ''Karl'' Guðmundsson''' frá Húsavík, pípulagningamaður, verkstjóri fæddist 21. febrúar 1916 í Húsavík og lést 16. september 1991.<br> Foreldrar hans voru [...)
 
m (Verndaði „Hermann Karl Guðmundsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(No difference)

Latest revision as of 12:23, 14 February 2016

Hermann Karl Guðmundsson frá Húsavík, pípulagningamaður, verkstjóri fæddist 21. febrúar 1916 í Húsavík og lést 16. september 1991.
Foreldrar hans voru Guðmundur Auðunsson vélstjóri, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 31. júlí 1896 á Eyrarbakka, d. 18. maí 1966, og kona hans Jóhanna Viktoría Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1896 í Norðtungu í Borgarfirði, d. 30. desember 1969.

Karl var með foreldrum sínum í æsku, í Húsavík við fæðingu, í Merkisteini 1919, á Brimnesi 1920-1922, í Nýborg 1923-1929, en fluttist þá með fjölskyldunni til Reykjavíkur.
Þau bjuggu í fyrstu inni við Ás við Laugaveg. Karl byrjaði að vinna sem sendill hjá Fiskbúð Hafliða. Á unglingsárunum stundaði hann m.a. fiskvinnu og sjómennsku og síðar hvers konar byggingavinnu.
Á fimmta áratugnum hóf Karl störf við byggingavinnu hjá Brú og síðar Almenna byggingafélaginu, var verkstjóri við ýmsar byggingaframkvæmdir. Síðar lá leiðin í virkjanirnar við Sog og Mjólká.
Karl lauk sveinsprófi í pípulögnum 1960 og fékk meistarabréf 1964.
Á árunum 1965 og 1966 var hann yfirverkstjóri við uppbyggingu Kísiliðjunnar við Mývatn. Síðasta stórverkið, sem hann tók að sér var sprengivinnan við Búrfellsvirkjun. Þar hafði hann forgöngu um að byggð yrði sundlaug fyrir starfsemina, Reykholtslaugina.

Hermann Karl var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona, (12. nóvember 1938), var Bryndís Björnsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1914, d. 31. júlí 1951. Foreldrar hennar voru Evlalía Ólafsdóttir, f. 1888, d. 1974 og Björn Guðmundsson, f. 1881, d. 1970.
Börn þeirra:
1. Edda Hermannsdóttir, f. 11. nóvember 1939, gift Karli Péturssyni. Þau eiga 5 börn.
2. Sverrir Karlsson, f. 25. nóvember 1944, kvæntur Guðnýju Jónsdóttur. Þau eiga 3 börn.

II. Síðari kona Karls, (í febrúar 1956), var Kristbjörg Hallgrímsdóttir húsfreyja frá Grafargili í Önundarfirði, f. 17. september 1926.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. sept 1991. Minning eftir Björn R. Lárusson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.