Ágúst Guðjónsson á Voninni

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gústi slettó

Ágúst Guðjónsson fæddist 18. ágúst 1906 og lést 8. júlí 1980. Ágúst var sjómaður nær alla sína tíð og var í hópi þeirra átta skipverja af Glað VE sem björguðust í gúmmíbát þegar báturinn sökk þann 11. apríl 1954. Var það í þriðja sinn sem slíkt tæki bjargaði mannslífum á Íslandi en í fyrsta sinn sem allir skipverjar björguðust. Ágúst var lengi með þeim bræðrum frá Holti á Voninni VE og var stundum kallaður Gústi á Voninni. Þó var hann öllu þekktari undir öðru viðurnefni, Gústi slettó, en það mun hann hafa fengið vegna sjúkdóms í fótum er hafði í för með sér að göngulag hans var svipað og hann slettist áfram.