Ásmundur Guðjónsson (forstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ásmundur

Ásmundur Guðjónsson fæddist 31. desember 1903 og lést 12. júní 1964. Kona hans var Anna Friðbjarnardóttir, þekktari sem Bíbí. Þau bjuggu á Stóra Gjábakka við Bakkastíg.

Ásmundur var umboðsmaður Olís í Eyjum og var hann oftast kallaður Ásmundur greifi. Viðurnefnið mun hann hafa fengið vegna þess hve mikið snyrtimenni hann var í klæðaburði.

Einn sona þeirra hjóna er Atli, sendiherra Íslands í Kanada. Atli hlaut viðurnefnið í arf frá föður sínum og var ævinlega kallaður Atli greifi.

Myndir