Ísleifur Högnason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri og alþingismaður.
Högni og Erla Ísleifsbörn

Ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri, var landskjörinn þingmaður frá 1937 til 1942. Ísleifur fæddist í bænum Seljalandi undir Eyjafjöllum þann 30. nóvember 1895. Hann lést í Reykjavík 12. júní 1967.

Foreldrar Ísleifs voru Högni Sigurðsson hreppstjóri í Vestmannaeyjum og Marta Jónsdóttir.

Ísleifur kvæntist þann 20. ágúst 1921 henni Helgu (fædd 6. desember 1900) Dóttur Rafns Júlíus Símonarssonar formanns í Nesi í Norðfirði og síðar í Vestmannaeyjum og Guðrúnar Gísladóttur. Bjuggu þau á Litlu-Bolsastöðum við Faxastíg.

Ísleifur stundaði tungumálanám í Reykjavík frá 1916 til 1917 hjá Alexander Jóhannessyni sem síðar varð prófessor og Boga Ólafssyni menntaskólakennara. Stundaði verslunarnám og skrifstofustörf í Kaupmannahöfn á árunum 1918 og 1919. Varð kaupfélagsstjóri við Kaupfélagið Drífanda í Vestmannaeyjum 1920-1943. Framkvæmdastjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis í Reykjavík 1943-1953. Ráðinn forstjóri Kaupstefnunnar í Reykjavík og starfaði þar frá 1955 allt til æviloka.

Myndir


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.