Ólafur Símonarson (verkamaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólafur Símonarson.
Guðni Sigurþór Ólafsson.

Ólafur Símonarson bóndi og verkamaður frá Steinum undir Eyjafjöllum fæddist 18. september 1872 og lést 7. júlí 1953.
Ólafur var bóndi í Steinum 1901 og 1910, síðan verkamaður í Eyjum.

Faðir hans var Símon bóndi í Steinum 1870 og 1890, f. 8. febrúar 1844 í Stóra-Gerði í Hvolhreppi, d. 1. júní 1911, Símonarson frá Stóra-Dal undir Eyjafjöllum, bónda í Stóra-Gerði 1841-1845, f. 22. júní 1812 á Bergþórshvoli, d. 20. ágúst 1853, Sigurðssonar bónda á Bergþórshvoli 1816, Stóra-Dal 1840, 1845, f. 1780 í Deild í Fljótshlíð, d. 31. mars 1865, Árnasonar og konu Sigurðar Árnasonar, Hólmfríðar húsfreyju, f. 30. ágúst 1778 á Keldum í Mosfellssveit, d. 1. september 1855, Símonardóttur
Móðir Símonar Símonarsonar og kona Símonar Sigurðssonar (21. október 1841) var Kristín húsfreyja í Stóra-Gerði í Hvolhreppi 1841-1845, f. 19. júlí 1808 á Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, Gull., d. 23. mars 1877, Björndóttir úr Keldnasókn, var á Knarrarnesi 1808, bóndi í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum 1802-1804, síðar víða í V-Skaft., í Bakkakoti efra í Meðallandi 1816, á Rauðhálsi í Mýrdal 1816-dd., f. 1775, d. 18. október 1821 á Rauðhálsi, Ólafssonar og konu Björns, Sesselju húsfreyju, skírð 17. desember 1773, d. 31. október 1854, Steinsdóttur bónda í Bakkakoti á Rangárvöllum amk. 1767 og 1770, f. 1739, Jónssonar og konu Steins, Þorgerðar húsfreyju, f. 1735, d. í október 1781, Þorsteinsdóttur.

Móðir Ólafs Símonarsonar og kona Símonar Símonarsonar var Guðrún húsfreyja; hjá foreldrum sínum í Ormskoti 1840, 1845 og 1850, vinnukona hjá ekkjunni móður sinni á Hellnahól 1855, húsmóðir í Steinum 1870, 1890, hjá Ólafi syni sínum þar 1901 og enn 1910, f. 1. ágúst 1830 í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, d. 11. maí 1913, Ólafsdóttir bónda í Ormskoti 1840, 1845, 1850, f. 29. júlí 1792, d. 25. október 1854, Sigurðssonar bónda í Hlíð undir Eyjafjöllum 1801 og 1816, hjá syni sínum þar 1835, f. 15. september 1766 í Hlíð, d. 27. júlí 1840, Ólafssonar og konu Sigurðar Ólafssonar, Kristínar húsfreyju, f. um 1766 í Hrútafellskoti, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Steinum og kona Ólafs í Ormskoti var Helga húsfreyja, f. 1791, d. 10. mars 1861, Eiríksdóttir bónda á Murnavelli undir Eyjafjöllum 1801, f. 1742, d. 15. júlí 1816, Erlendssonar bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð og Murnavelli, f.1713, Eiríkssonar og konu Erlendar á Barkarstöðum, Ingveldar húsfreyju Nikulásdóttur.
Móðir Helgu í Ormskoti og fyrri kona Eiríks á Murnavelli var Solveig húsfreyja Pálsdóttir.

Ólafur var vinnumaður í Steinum við giftingu þeirra Þórdísar 1898, bóndi í Steinum 1901 og enn 1920. Þau Þórdís eignuðust tvö börn. Hann missti Þórdísi 1927, kvæntist Jóhönnu 1928 og fluttist til Eyja á því ári.
Ólafur var verkamaður á Brimbergi 1930 og enn 1949. Hann lést 1951, en Jóhanna 1957.

Ólafur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (15. júlí 1898), var Þórdís Ólafsdóttir húsfreyja í Steinum 1910, f. 7. desember 1859 í Holti undir Eyjafjöllum, d. 1. júní 1927.
Faðir hennar var Ólafur vinnumaður, f. 1833, d. 2. júlí 1871, Sigurðsson bónda á Minni-Borg undir Eyjafjöllum 1835, Ormskoti þar 1845, f. 1799 í Selkoti þar, Halldórssonar.
Móðir Ólafs vinnumanns og kona Sigurðar Halldórssonar var Þórdís húsfreyja, f. 1807, d. 1859, Árnadóttir bónda í Klömbrum, f. 1778 í Hvammi í Skaftártungu, d. 12. október 1818 í Klömbrum, Bárðarsonar .
Móðir Þórdísar Árnadóttur og kona Árna Bárðarsonar var Þórdís húsfreyja, f. 1782 í Miðbæli, skírð 27. nóvember þ.á., d. 7. október 1817 í Klömbrum, Pálsdóttir.

Móðir Þórdísar Ólafsdóttur og barnsmóðir Ólafs vinnumanns var Þórdís vinnukona, f. 1818, Erlendsdóttir bónda í Berjanesi og Svaðbæli undir Eyjafjöllum, f. 1787 í Varmadal á Kjalarnesi, d. 3. apríl 1832, Sigurðssonar bónda í Varmadal, f. 1734, d. 30. apríl 1804, Filippussonar, og konu Sigurðar í Varmadal, Gunnhildar húsfreyju, f. 1743, d. 2. október 1818, Jónsdóttur.
Móðir Þórdísar Erlendsdóttur og kona Erlendar var Þórdís húsfreyja, f. 17. nóvember 1791, d. 3. september 1855, Jónsdóttir bónda á Rauðafelli, skírður 28. september 1759, Þorleifssonar og konu Jóns Þorleifssonar, Þórdísar húsfreyju, f. 1765, á lífi 1845, Einarsdóttur.

Börn Ólafs og Þórdísar:
1. Guðjón Símon Ólafsson, f. 21. nóvember 1897, d. 26. nóvember 1929.
2. Guðni Sigurþór Ólafsson, f. 25. apríl 1899 í Steinum, d. 12. ágúst 1981.

II. Síðari kona Ólafs, (15. maí 1928), var Jóhanna Bjarnadóttir frá Ásólfsskála, þá vinnukona í Varmahlíð, húsfreyja á Brimbergi, f. 9. mars 1874, d. 5. mars 1957.

III. Barnsmóðir Ólafs var Sigurborg Eyjólfsdóttir verkakona, f. 9. mars 1867 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 24. ágúst 1933 í Eyjum.
Barn þeirra var:
3. Árni Ólafsson fiskimatsmaður í Túni, f. 1898, d. 1959.


Heimildir

  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur 1982.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns p. 6652.