Þórarinn Sigurjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður.

Þórarinn Sigurjónsson er fæddur að Sætúni í Vestmannaeyjum 26. júlí 1923. Foreldar hans voru Sigurjón Árnason, bóndi og trésmiður að Pétursey í Mýrdal, og Sigríður Kristjánsdóttir, húsmóðir. Þórarinn giftist Ólöfu Ingibjörgu Haraldsdóttur 4. júní 1952. Þau eignuðust fjögur börn, Sigríði, Harald, Kristínu og Ólaf Þór.

Þórarinn lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri árið 1943. Hann stundaði ýmis störf, svo sem smíðar, pípulagnir, vélaviðgerðir, bifreiðaakstur, og vann við búskap. Þórarinn var bústjóri tilraunabús Búnaðarsambands Suðurlands í Laugardælum frá stofnun þess 1952 til ársloka 1979.

Hann sat í stjórn Sambands eggjaframleiðenda 1956 og formaður þess 1957—1979. Í stjórn Verkstjórafélags Suðurlands 1956, formaður 1958—1974. Í stjórn Verkstjórasambands Íslands 1963—1975. Sýslunefndarmaður Hraungerðishrepps 1959—1985. Í stjórn Kaupfélags Árnesinga 1962—1992, formaður frá 1966. Stjórnarformaður Húsmæðraskóla Suðurlands frá 1964. Í stjórn Meitilsins hf., Þorlákshöfn, 1964—1992. Í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga 1968— 1992. Formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi 1970—1974, áður gjaldkeri þess. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1977—1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1980—1983. Formaður Þingvallanefndar 1980—1988. Í Veiðimálanefnd ríkisins og formaður hennar 1987—1992. Formaður sauðfjársjúkdómanefndar 1987—1992.

Þórarinn var kosinn á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurlandskjördæmi árið 1974 og sat á þingi til 1987.


Heimildir