Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins var fædd 23. janúar 1903 og lést 4. apríl 1969. Hún var gift Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni sóknarpresti í Vestmannaeyjum. Þau bjuggu að Ofanleiti.

Margir dáðu prestsfrúna. Hún reyndist í hvívetna mikilhæf og mæt kona í sínum störfum og einnig í félagsstörfum til eflingar kristinnar menningar í bænum.

Hún starfaði um árabil í forystuliði þeirra kvenna í Vestmannaeyjum sem beittu sér fyrir fegrun kirkju og umhverfis hennar. Þórunn var ritari þessa félags og áhrifaríkur aðili í stjórn og starfi. Fá menningarfélög í Vestmannaeyjum sýndu og hafa sýnt meiri árangur af starfi, enda mun Landakirkja og umhverfi hennar bera þess merki um ókomnar tíðir.

Myndir



Heimildir