Þorvaldur Víðisson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sr. Þorvaldur

Séra Þorvaldur Víðisson er fæddur 21. júní 1973.

Þorvaldur útskrifaðist frá Háskóla Íslands með kandídatspróf í guðfræði árið 2001. Hann vígðist til prests árið 2002 og tók við prestsstarfi í Vestmannaeyjum það ár og starfaði í Eyjum til ársins 2006. Hann var síðan Miðborgarprestur á árunum 2006 til 2010 og síðan prestur í Neskirkju til apríl 2011. Frá apríl 2011 til sumars 2012 gegndi hann sóknarprestsstöðu í Niðaróssbiskupsdæmi í Noregi.

Í ágúst 2012 var Þorvaldur ráðinn biskupsritari Frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups.