Agnes Karen Ástþórsdóttir
Agnes Karen Ástþórsdóttir, húsfreyja, matráður, fæddist 4. nóvember 1964 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigrún Pétursdóttir, húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður, starfsmaður við umönnun, f. 19. september 1944, og Sigurður Bergsson, sjómaður, f. 16. nóvember 1943, d. 12. mars 1992.
Kjörfaðir Agnesar var Ástþór Kristberg Óskarsson, sjómaður, bifreiðastjóri, síðan innkaupafulltrúi hjá Ríkiskaupum, f. 12. apríl 1945, d. 1. júlí 2018.
Agnes eignaðist barn með Guðlaugi 1983.
Þau Benedikt giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk.
I. Barnsfaðir Agnesar er Guðlaugur Örn Hjaltason, sendibílstjóri, f. 20. maí 1965.
Barn þeirra:
1. Atli Þór Fanndal Guðlaugsson, f. 21. mars 1983.
II. Maður Agnesar Karenar er Benedikt Þór Guðmundsson, úr Þykkvabæ, vélvirki, f. 25. október 1961. Foreldrar hans Guðmundur Jón Benediktsson, f. 15. október 1926, d. 8. nóvember 2009, og Sigurlaug Jóna Jónsdóttir, f. 19. ágúst 1927, d. 11. janúar 2015.
Börn þeirra:
2. Tinna Dögg Kristberg Benediktsdóttir, f. 1. nóvember 1988.
3. Andrea Lind Kristberg Benediktsdóttir, f. 24. júlí 1996.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Sigrún.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.