Björn Sigurðsson (Pétursborg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Björn í Pétursborg.

Einar Björn Sigurðsson var fæddur 25. október 1895 við Seyðisfjörð og 14. nóvember 1964. Hann ólst upp í Pétursborg hjá foreldrum sínum Sigurði Vigfússyni og Ingibjörgu Björnsdóttur. Kona hans var Ingveldur Jónsdóttir. Börn þeirra eru Ágústa og Alda. Þau byrjuðu að búa í Valhöll og svo í Hörgsholti. Í hvoru húsi eignuðust þau sitthvora dótturina.

Björn, eins og hann var kallaður, byrjaði ungur að vinna í versluninni Fram. Einnig vann hann hjá Georg Gíslasyni og Jóhannesi Long. Á árunum 1939 til 1941 vann hann í verslun bróður síns á Norðfirði ásamt því að stunda sjóinn. Þegar fjölskyldan kom til baka til Eyja fluttist hún í kjallara Pétursborgar og bjó þar þangað til þau keyptu íbúðina að Heiðarvegi 30, einn verkamannabústaðana. Verðið þótti hátt, eða 90 þúsund krónur. Björn vann við ýmis verslunarstörf þar til hann festi sig í Raftækjaverslun Haraldar Eiríkssonar. Þar vann hann frá 1947 til æviloka.

Björn hafði mikinn áhuga á leiklist, starfaði lengi með Leikfélagi Vestmannaeyja og átti þátt í stofnun Nýja leikfélagsins á þriðja áratugnum. Hann starfaði sem leiksviðsstjóri og hvíslari hjá Leikfélaginu. Björn var gerður að heiðursfélaga Leikfélags Vestmannaeyja nokkrum árum áður en hann dó.

Myndir


Heimildir

  • Sigurður Hallvarðsson. Fjölskyldan í Pétursborg í Vestmannaeyjum. 2004.