Blik 1951/Sjómannaminnismerkið

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1951


Sjómannaminnismerkið



ctr


Vestmannaeyingar!
Nú hefur verið tekin endanleg ákvörðun um form og staðsetningu Minnismerkis drukknaðra sjómanna við Vestmannaeyjar og hrapaðra í björgum. Hr. myndhöggvari Guðmundur Einarsson, frá Miðdal, hefur tekið verkið að sér.
Eins og myndin ber með sér, verður þetta stytta af glæsilegum sjómanni.
Sjálf styttan verður af kopar, 2,55 mtr. á hæð. Fótstallur, sem gerður verður af blágrýti með skreytingu af kopar, verður 2,10 mtr. á hæð, svo hæðin samanlögð verður 4,65 metrar.
Enn einu sinni skorar stjórn sjóðsins á Eyjabúa að ljá þessu máli lið með fjárframlögum, svo tryggt verði, að merkið verði uppsett og afhjúpað í sumar.

SJÓÐSTJÓRNIN